Erlent

Kallar eftir stefnubreytingu á hnattvæðingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama í Aþenu.
Barack Obama í Aþenu. Vísir/EPA
Barack Obama kallar eftir stefnubreytingu á hnattvæðingu. Hann sagði að tryggja þyrfti að ágóði tækniframþróunar og hnattvæðingar dreifðist á fleiri hendur. Þetta sagði forsetinn þar sem hann hélt ræðu í Grikklandi í dag.

Með því að draga úr ójöfnuði væri hægt að skapa samfélag þar sem minni líkur eru á því að fólk snúist gegn hvort öðru. Obama sagðist skilja þá hvöt að snúa bakinu við hnattvæðingunni en það væri ekki hægt að líta til baka eftir svörum. Við yrðum að líta fram á við.

Samkvæmt AP fréttaveitunni vitnaði Obama bæði í kosningu Donald Trump og Brexit sem dæmi um viðsnúning.

„Við getum ekki slitið á þær tengingar sem hafa leitt til svo mikillar framþróunar,“ sagði Obama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×