Erlent

Ryan áfram forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings

Atli Ísleifsson skrifar
Paul Ryan hefur setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn frá árinu 1999 og tók við embætti þingforseta fyrir um ári af John Boehner.
Paul Ryan hefur setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn frá árinu 1999 og tók við embætti þingforseta fyrir um ári af John Boehner. Vísir/AFP
Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings kusu í dag Paul Ryan til að áfram gegna embætti forseta fulltrúardeildarinnar.

Samskipti Ryan og verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, hafa verið stirð síðustu mánuði líkt og mikið hefur verið fjallað um og er ljóst að þessar fréttir binda enda á orðróm um að Repúblikanar á þingi hugðust snúast gegn Ryan.

Fulltrúadeildin mun formlega greiða atkvæði um nýjan forseta þingsins þegar það kemur saman í janúar. Repúblikanar munu þar skipa að minnsta kosti 239 sæti en 218 atkvæði þarf til að samþykkja nýjan forseta.

Þingmenn Repúblikana sögðu í Twitter-færslu að Ryan hafi verið samþykktur einróma.

Ryan hefur setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn frá árinu 1999 og tók við embætti þingforseta fyrir um ári af John Boehner.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×