Sigmundur Davíð: Stjórnmálaflokkar þurfa að þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 11:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Hvert stefna stjórnmálin?“ Í greininni fjallar meðal annars um sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir viku síðan og setur fram sínar útskýringar á því hvers vegna milljarðamæringurinn sigraði þaulreyndan stjórnmálamann. Að mati Sigmundar Davíðs sigraði Trump vegna þess að stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa með tímanum orðið „of líkir innbyrðis og of einsleitir í nálgun sinni.“ Stjórnmálaflokkarnir hafi orðið hræddir við að vera umdeildir, og þar með tala um umdeild mál, en Sigmundur Davíð segir að flokkarnir þurfi að endurheimta kjark og „þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál.“ Um sigur Trump segir Sigmundur meðal annars: „Augljóslega er ég ekki einn um að hafa efasemdir um framgöngu Donalds Trumps en mikilvægt er að átta sig á því að það er gagnslaust að ætla að skýra niðurstöðu forsetakosninganna með því að Bandaríkin séu full af heimsku fólki, byssuóðum rasistum og einangrunarsinnum. Það eru Bandaríkjamenn almennt ekki, hvorki kjósendur Demókrata né Repúblikana. Langflestir þeirra sem kusu Trump gerðu það ekki vegna, heldur þrátt fyrir, framgöngu hans og talsmáta. Kjósendur Trumps töldu hann einu vonina um að hrist yrði upp í kerfi sem er hætt að virka sem skyldi fyrir almenning.“ Sigmundur Davíð segir að ótti stjórnmálaflokka-og manna við það að vera umdeildir hafi orðið til þess að „kerfinu“ hafi verið í auknum mæli verið látið stjórna. Þannig verði til „kerfisræði“ í staðinn fyrir lýðræði og er almenningur smám saman að átta sig á þessu að sögn Sigmundar. Á sama tíma áttar fólk sig á því að kerfið er ekki í tengslum við almenning enda telji kerfið „það fremur vera hlutverk sitt að segja fólki hvernig hlutirnir þurfi og eigi að vera en að hlusta á og lúta vilja almennings. Fyrir vikið er þeim stjórnmálamönnum og flokkum sem láta þetta viðgangast refsað, eins og eðlilegt er. Hættan er þó sú að ef hefðbundnir stjórnmálamenn og flokkar bregðast ekki við muni aðeins öfgamenn gera það.“ Sigmundur segir að hefðbundnir stjórnmálaflokkar þurfi að rifja upp hlutverk sitt. Þannig þurfi þeir að geta rætt mál sem almenningur lætur sig varða. „Flokkarnir þurfa að bjóða upp á lausnir á því hvernig hægt sé að laga gallað fjármálakerfi, þeir þurfa að þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál. Flokkar þurfa að geta rætt umdeild mál og vera reiðubúnir að verja hagsmuni ólíkra hópa samfélagsins. Þora að ræða bæði kosti og galla stórra breytinga á borð við alþjóðavæðingu, benda á að henni fylgi miklir kostir en líka gallar,“ skrifar Sigmundur meðal annars.Grein hans má lesa í heild sinni hér en í lok hennar boðar Sigmundur aðra grein þar sem hann ætlar að „fjalla um þær miklu hindranir sem stjórnmálamenn og flokkar mæta við það að takast á við kerfið og hvernig bregðast megi við þeim. Auk þess mun ég svo fjalla um þau stóru álitaefni sem bíða okkar Íslendinga og leggja til lausnir.“ Donald Trump Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Hvert stefna stjórnmálin?“ Í greininni fjallar meðal annars um sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir viku síðan og setur fram sínar útskýringar á því hvers vegna milljarðamæringurinn sigraði þaulreyndan stjórnmálamann. Að mati Sigmundar Davíðs sigraði Trump vegna þess að stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa með tímanum orðið „of líkir innbyrðis og of einsleitir í nálgun sinni.“ Stjórnmálaflokkarnir hafi orðið hræddir við að vera umdeildir, og þar með tala um umdeild mál, en Sigmundur Davíð segir að flokkarnir þurfi að endurheimta kjark og „þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál.“ Um sigur Trump segir Sigmundur meðal annars: „Augljóslega er ég ekki einn um að hafa efasemdir um framgöngu Donalds Trumps en mikilvægt er að átta sig á því að það er gagnslaust að ætla að skýra niðurstöðu forsetakosninganna með því að Bandaríkin séu full af heimsku fólki, byssuóðum rasistum og einangrunarsinnum. Það eru Bandaríkjamenn almennt ekki, hvorki kjósendur Demókrata né Repúblikana. Langflestir þeirra sem kusu Trump gerðu það ekki vegna, heldur þrátt fyrir, framgöngu hans og talsmáta. Kjósendur Trumps töldu hann einu vonina um að hrist yrði upp í kerfi sem er hætt að virka sem skyldi fyrir almenning.“ Sigmundur Davíð segir að ótti stjórnmálaflokka-og manna við það að vera umdeildir hafi orðið til þess að „kerfinu“ hafi verið í auknum mæli verið látið stjórna. Þannig verði til „kerfisræði“ í staðinn fyrir lýðræði og er almenningur smám saman að átta sig á þessu að sögn Sigmundar. Á sama tíma áttar fólk sig á því að kerfið er ekki í tengslum við almenning enda telji kerfið „það fremur vera hlutverk sitt að segja fólki hvernig hlutirnir þurfi og eigi að vera en að hlusta á og lúta vilja almennings. Fyrir vikið er þeim stjórnmálamönnum og flokkum sem láta þetta viðgangast refsað, eins og eðlilegt er. Hættan er þó sú að ef hefðbundnir stjórnmálamenn og flokkar bregðast ekki við muni aðeins öfgamenn gera það.“ Sigmundur segir að hefðbundnir stjórnmálaflokkar þurfi að rifja upp hlutverk sitt. Þannig þurfi þeir að geta rætt mál sem almenningur lætur sig varða. „Flokkarnir þurfa að bjóða upp á lausnir á því hvernig hægt sé að laga gallað fjármálakerfi, þeir þurfa að þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál. Flokkar þurfa að geta rætt umdeild mál og vera reiðubúnir að verja hagsmuni ólíkra hópa samfélagsins. Þora að ræða bæði kosti og galla stórra breytinga á borð við alþjóðavæðingu, benda á að henni fylgi miklir kostir en líka gallar,“ skrifar Sigmundur meðal annars.Grein hans má lesa í heild sinni hér en í lok hennar boðar Sigmundur aðra grein þar sem hann ætlar að „fjalla um þær miklu hindranir sem stjórnmálamenn og flokkar mæta við það að takast á við kerfið og hvernig bregðast megi við þeim. Auk þess mun ég svo fjalla um þau stóru álitaefni sem bíða okkar Íslendinga og leggja til lausnir.“
Donald Trump Kosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira