Kjörmannakerfið á rætur sínar að rekja til þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 22:15 Teikning frá 19. öld af þrælum á bómullarakri í Louisiana. vísir/getty Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45
Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15