Lífið

Bitur Biden gleður netverja í kjölfar sigurs Trump

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Forsetabuffið fræga kemur meðal annars við sögu.
Forsetabuffið fræga kemur meðal annars við sögu. Vísir/Getty
Joe Biden hefur iðulega glatt Bandaríkjamenn í tíð sinni sem varaforseti. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sjálfur lýst honum sem hamingjusömum hermanni Bandaríkjanna. Það er því ekki að furða að Biden gleðji þjóðina í kjölfar forsetakosninganna í siðustu viku, en ljóst er að þjóðin er tvístruð eftir að Donald Trump var kjörinn forseti og meðal annars hefur fólk mótmælt á götum úti í Los Angeles og New York.

Joshua Billinson er áhugaljósmyndari og leikskólakennari í Washington D.C. Hann er einnig maðurinn sem ber ábyrgð á því að Joe Biden er orðinn vinsælasta meme internetsins. Í stuttu máli er internet-meme athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Góð dæmi um þekkt meme sem náðu meðal annars dreifingu hér á landi eru að planka og Harlem Shake.

Á myndunum, sem nú fara eins og eldur í sinu um Internetið, ímynda Twitter notendur sér samtöl milli Biden og Obama þar sem Biden veltir upp hinum ýmsu leiðum til að klekkja á verðandi forseta Bandaríkjanna þegar hann tekur við embætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×