Erlent

Warren Buffett: „Donald Trump verðskuldar virðingu“

Anton Egilsson skrifar
Warren Buffett studdi Hillary Clinton í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum.
Warren Buffett studdi Hillary Clinton í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vísir/AFP
Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett segir Donald Trump nýkjörinn forseta Bandaríkjanna verðskulda virðingu. Hann segir þjóðina verða að sameinast um forseta landsins.

„Ég styð alla forseta Bandaríkjanna. Það er mjög mikilvægt að öll bandaríska þjóðin standi sameinuð á bak við forsetann.” sagði Buffett í samtali við CNN.  

Buffett segir þó alla eiga rétt á sinni skoðun um störf forsetans og að Trump eigi að sæta gagnrýni líkt og aðrir fyrirrennarar hans.

„Það þýðir hins vegar ekki að fólk megi ekki gagnrýna hann eða vera ósammála því sem hann gerir. En við þurfum sameinaða þjóð.”

Buffett kaus þó ekki Trump í nýafstöðnum kosningum en hann var opinber stuðningsmaður Hillary í forsetaslagnum.

„Þú þarft að velja milli tveggja einstaklinga og ég valdi Hillary” sagði Buffett en hann sagði skapgerð hennar vera aðalástæðu þess að hann hafi stutt hana fram yfir Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×