Pörupiltar á villigötum Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 14:00 Persónur leikritsins Pörupiltar sem sýnt er í Tjarnarbíó um þessar mundir. Leikhús Who’s the Daddy! Tjarnarbíó Handrit: Pörupiltar Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir Undanfarin ár hafa Pörupiltarnir staðið að kynfræðslufyrirlestrum í Borgarleikhúsinu og eru núna komnir aftur á stjá með sýninguna Who’s the Daddy! í Tjarnarbíói, frumsýnd fyrir um viku síðan. Þær Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir koma þar fram sem sín hliðarsjálf: Dóri Maack, Nonni Bö og Hemmi Gunn, reyndar ekki sjónvarpsmaðurinn frægi. Drag er gífurlega fjölbreytt form með flókna sögu, reglurnar eru fáar og frelsið til tilrauna er mikið. En stór hluti klæðaskipta sem sviðslistaform er að gagnrýna samfélagið, þá sérstaklega gagnkynhneigða karllæga regluverkið sem myndar undirstöðu þess. Drag er í eðli sínu rammpólitískt og svolítið hættulegt. Fólk klæðir sig bókstaflega í einkennisbúning gagnstæða og yfirleitt gagnkynhneigða kynsins til að sýna fram á hversu súrrealísk veröldin getur verið og hún er ansi súr um þessar mundir. Sólveig er hæfileikarík leikkona og umbreyting hennar í Dóra Maack er sjón að sjá. Taktarnir, talsmátinn og líkamsbeitingin eru vel útfærð en undir niðri er sáralítið innihald. Hún ber sýninguna á baki sér með nokkrum innskotum frá Alexíu og Maríu, sem klæðast sínum persónum sömuleiðis ágætlega en engin dýpt er á bak við þeirra framsetningu heldur. Þetta eru skrípamyndir fremur en vel útfært drag. Enginn er skrifaður fyrir leikstjórninni né umgjörð sýningarinnar almennt s.s. ljósum, hljóði né búningum. Sviðsmyndin er nánast engin fyrir utan skrifborð með fartölvu og stórum skjá aftast á sviðinu sem er notuð fyrir PowerPoint sýningu Dóra. Who’s the Daddy! er auglýst sem uppistand en er í raun fyrirlestur með leikrænu yfirbragði og útkoman er einhvers konar bragðlaus stílsamsuða. Hugmyndum er hent fram og nokkrir góðir brandarar hitta í mark, þá sérstaklega sumar glærurnar í PowerPoint sýningu Dóra sem eru útbíaðar í stafsetningarvillum og skondnum ranghugmyndum um uppeldi og tilhugalífið. Vandamálið er að þessar karlkyns staðalímyndir eru hvorki hættulegar, áhugverðar eða jafnvel þekkjanlegar úr íslensku samfélagi heldur frekar einhvers konar gríntilbúningur sem er ágætur til síns brúks í stuttum atriðum en ekki efni í heila sýningu. Dragsýningar eiga að ögra, vekja áhorfendur til umhugsunar um samfélagið og láta þá skellihlæja á sama tíma. Who’s the Daddy! dubbar sig upp sem dragsýning en nær aldrei að sýna rétt andlit formsins né vera nægilega vel úthugsuð til að hitta í mark. Niðurstaða: Hvorki fugl né fiskur, fyrirlestur né dragsýning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember. Leikhús Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Leikhús Who’s the Daddy! Tjarnarbíó Handrit: Pörupiltar Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir Undanfarin ár hafa Pörupiltarnir staðið að kynfræðslufyrirlestrum í Borgarleikhúsinu og eru núna komnir aftur á stjá með sýninguna Who’s the Daddy! í Tjarnarbíói, frumsýnd fyrir um viku síðan. Þær Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir koma þar fram sem sín hliðarsjálf: Dóri Maack, Nonni Bö og Hemmi Gunn, reyndar ekki sjónvarpsmaðurinn frægi. Drag er gífurlega fjölbreytt form með flókna sögu, reglurnar eru fáar og frelsið til tilrauna er mikið. En stór hluti klæðaskipta sem sviðslistaform er að gagnrýna samfélagið, þá sérstaklega gagnkynhneigða karllæga regluverkið sem myndar undirstöðu þess. Drag er í eðli sínu rammpólitískt og svolítið hættulegt. Fólk klæðir sig bókstaflega í einkennisbúning gagnstæða og yfirleitt gagnkynhneigða kynsins til að sýna fram á hversu súrrealísk veröldin getur verið og hún er ansi súr um þessar mundir. Sólveig er hæfileikarík leikkona og umbreyting hennar í Dóra Maack er sjón að sjá. Taktarnir, talsmátinn og líkamsbeitingin eru vel útfærð en undir niðri er sáralítið innihald. Hún ber sýninguna á baki sér með nokkrum innskotum frá Alexíu og Maríu, sem klæðast sínum persónum sömuleiðis ágætlega en engin dýpt er á bak við þeirra framsetningu heldur. Þetta eru skrípamyndir fremur en vel útfært drag. Enginn er skrifaður fyrir leikstjórninni né umgjörð sýningarinnar almennt s.s. ljósum, hljóði né búningum. Sviðsmyndin er nánast engin fyrir utan skrifborð með fartölvu og stórum skjá aftast á sviðinu sem er notuð fyrir PowerPoint sýningu Dóra. Who’s the Daddy! er auglýst sem uppistand en er í raun fyrirlestur með leikrænu yfirbragði og útkoman er einhvers konar bragðlaus stílsamsuða. Hugmyndum er hent fram og nokkrir góðir brandarar hitta í mark, þá sérstaklega sumar glærurnar í PowerPoint sýningu Dóra sem eru útbíaðar í stafsetningarvillum og skondnum ranghugmyndum um uppeldi og tilhugalífið. Vandamálið er að þessar karlkyns staðalímyndir eru hvorki hættulegar, áhugverðar eða jafnvel þekkjanlegar úr íslensku samfélagi heldur frekar einhvers konar gríntilbúningur sem er ágætur til síns brúks í stuttum atriðum en ekki efni í heila sýningu. Dragsýningar eiga að ögra, vekja áhorfendur til umhugsunar um samfélagið og láta þá skellihlæja á sama tíma. Who’s the Daddy! dubbar sig upp sem dragsýning en nær aldrei að sýna rétt andlit formsins né vera nægilega vel úthugsuð til að hitta í mark. Niðurstaða: Hvorki fugl né fiskur, fyrirlestur né dragsýning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember.
Leikhús Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira