Lífið

Netverjar grínast með hvernig Trump muni breyta Hvíta húsinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er fátt fyndnara en netverji sem kann á Photoshop.
Það er fátt fyndnara en netverji sem kann á Photoshop. Mynd/Reddit
Donald Trump var kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna og sé eitthvað að marka yfirlýsingar hans í kosningabaráttunni er ljóst að ýmislegt mun breytast í Bandaríkjunum á næsta ári.

Það eina sem er fyndnara en fyndinn netverji er fyndinn netverji sem kann á myndvinnsluforritið Photoshop líkt og dæmin sanna.

Á undirsíðu Reddit, Photoshopbattles, hafa netverjar tekið sig til og ímyndað sér hvernig Hvíta húsið muni taka breytingum á næstu árum undir stjórn Donald Trump. Sjá má bestu dæmin hér fyrir neðan.

Svona lítur Hvíta húsið út

Svona lítur Hvíta húsið út núna.Mynd/Hvíta húsið
Svona sjá netverjar fyrir sér að Trump breyti Hvíta húsinu


Tengdar fréttir

Trump lofar að sýna öllum sanngirni

Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár

Óttast aukna fordóma í kjölfar sigurs Trump

Rætt var við Yousru Alsahnqityi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún er í námi í Bandaríkjunum og óttast að sigur Trump muni ala á hatri í garð minnihlutahópa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×