Trump segir atvinnumótmælendur hvatta af fjölmiðlum Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2016 08:00 Mótmæli fóru fram víða um Bandaríkin í nótt. Vísir/Getty Enn er mótmælt á mörgum götum Bandaríkjanna eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Um fjögur þúsund manns voru á götum Portland þar sem rúður voru brotnar og eldar voru kveiktir. Lögreglan í borginni segir mótmælin hafa orðið að óeirðum. Donald Trump segir á Twitter að um „atvinnumótmælendur“ sé að ræða og að þeir séu hvattir áfram af fjölmiðlum. Þá segir hann mótmælin vera „mjög ósanngjörn“.Just had a very open and successful presidential election. Now professional protesters, incited by the media, are protesting. Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2016 Lögreglan handtók fjölda mótmælenda samkvæmt AP fréttaveitunni, eftir að hluti þeirra hóf að kveikja í hlutum og eyðileggja. Mótmælin standa enn yfir og hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Lögreglan hefur skotið gúmmíkúlum að mótmælendum. Mótmæli fóru fram í borgum víða um Bandaríkin, hvort sem að kjósendur Trump voru þar í meirihluta eða í minnihluta. Fjöldi mótmælenda er þó talinn vera minni en fyrrinótt. Mótmælin voru friðsamleg að mestu leyti samkvæmt Reuters. Mótmælendur óttast að kosning Trump muni draga úr mannréttindum í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump segja mótmælendurna ekki virða lýðræðislegt kerfi Bandaríkjanna. Kerfi sem Trump og stuðningsmenn hans hafa verið að kvarta yfir í marga mánuði. Forsetinn verðandi hefur ítrekað haldið því fram að kerfið sé spillt, kosningasvindl séu allsráðandi og að kerfið sé misnotað. Þrátt fyrir að enn sé ekki búið að telja öll atkvæði er líklegt að Hillary Clinton hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Donald Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Enn er mótmælt á mörgum götum Bandaríkjanna eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Um fjögur þúsund manns voru á götum Portland þar sem rúður voru brotnar og eldar voru kveiktir. Lögreglan í borginni segir mótmælin hafa orðið að óeirðum. Donald Trump segir á Twitter að um „atvinnumótmælendur“ sé að ræða og að þeir séu hvattir áfram af fjölmiðlum. Þá segir hann mótmælin vera „mjög ósanngjörn“.Just had a very open and successful presidential election. Now professional protesters, incited by the media, are protesting. Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2016 Lögreglan handtók fjölda mótmælenda samkvæmt AP fréttaveitunni, eftir að hluti þeirra hóf að kveikja í hlutum og eyðileggja. Mótmælin standa enn yfir og hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Lögreglan hefur skotið gúmmíkúlum að mótmælendum. Mótmæli fóru fram í borgum víða um Bandaríkin, hvort sem að kjósendur Trump voru þar í meirihluta eða í minnihluta. Fjöldi mótmælenda er þó talinn vera minni en fyrrinótt. Mótmælin voru friðsamleg að mestu leyti samkvæmt Reuters. Mótmælendur óttast að kosning Trump muni draga úr mannréttindum í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump segja mótmælendurna ekki virða lýðræðislegt kerfi Bandaríkjanna. Kerfi sem Trump og stuðningsmenn hans hafa verið að kvarta yfir í marga mánuði. Forsetinn verðandi hefur ítrekað haldið því fram að kerfið sé spillt, kosningasvindl séu allsráðandi og að kerfið sé misnotað. Þrátt fyrir að enn sé ekki búið að telja öll atkvæði er líklegt að Hillary Clinton hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Donald Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira