Óttast aukna fordóma í kjölfar sigurs Trump Una Sighvatsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 20:04 Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt. Brexit Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt.
Brexit Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira