Segir menn hafa verið yfirlýsingaglaða um stjórnarmyndun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 18:02 Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, segist hafa skýra mynd um sterka ríkisstjórn sem hefði breiða skírskotun visir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, segist hafa skýra mynd um sterka ríkisstjórn sem hefði breiða skírskotun. Sigurður Ingi var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. Þar sagði hann meðal annars að menn hafi verið yfirlýsingaglaðir um stjórnarmyndun og að það sé skylda stjórnmálamanna að mynda starfhæfa ríkisstjórn. „Við vitum alveg að niðurstöður kosninganna enduðu þannig að það eru kannski færri kostir heldur en menn hugðu og voru yfirlýsingar með þeim hætti að kortunum fækkaði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég hef lagt á það áherslu að það er skylda okkar stjórnmálamanna sem eru kosin að mynda starfhæfa ríkisstjórn og það verkefni verður ekki af okkur tekið. Ég er ekkert farinn af taugum, það er ekki langur tími liðinn frá kosningum.“ Aðspurður segir Sigurður ekki viss um hversu langan tíma þurfi til að mynda starfhæfa stjórn. „Ég veit ekki hvað þarf langan tíma, það er eðlilegt að menn prófi sem hafa umboð til stjórnarmyndunarviðræðna og reyni það til þrautar. Ef að menn ná því ekki saman þá er eðlilegt að það prófi það einhver annar. Svona getur það gengið koll af kolli þangað til að menn í stjórnmálaflokkunum setjast niður og segja „heyrðu nú er kannski betra að fara að taka eitthvað til baka af yfirlýsingunum og viðurkenna að hér þarf að vera starfhæf stjórn.“Hefur skýra hugmynd um sterka stjórnEf að þetta skyldi nú eitthvað dragast á langinn, þú þarft þá væntanlega að setja þig í einhverjar stellingar, hvernig er með fjárlög og þess háttar?„Við höfum bara haldið þessum undirbúningi áfram í sjálfu sér, svo það sé hægt að leggja það fram með skömmum fyrirvara. Það eru fordæmi í fortíðinni um útgáfu af bráðabirgðalögum. Það er líka hægt að kalla þing saman, menn eru bara að vega og meta þá kosti sem eru skynsamastir.“ Sigurður segir jafnframt rólegra yfir störfum í forsætisráðuneytinu þessa dagana en hann eigi að venjast. Þá hefur hann einnig viðrað sínar hugmyndir um ríkisstjórn við leiðtoga annarra flokka. „Ég hef svo sem viðrað þær skoðanir mínar við aðra í stjórnmálaflokkunum hvernig sterk stjórn geti verið hér á landi sem að hafi skírskotun annars vegar til vilja almennings í kosningunum og hins vegar myndi hafa þessa breiðu skírskotun sem ég held við séum öll sammála um að þurfi að vera.“Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, ætlar sér margt.Vísir/GettyTrump kom á óvart Talið barst einnig að stjórnmálum vestanhafs og segir Sigurður að niðurstaða forsetakosninganna í Bandaríkjunum hafi komið honum á óvart. „Það er nú bara lýðræðið sem ræður. Niðurstaðan kom kannski svolítið á óvart, ekki síst í ljósi skoðanakannana og kannski líka þess að við höfum auðvitað fylgst með talsvert miklum yfirlýsingum hans, umdeildum og sérstökum.“Menn hafa verið að túlka þessa niðurstöðu sem að menn hafi hafnað pólitíkinni og kerfinu eins og það lítur út, er þetta ekki að gerast úti um allan heim?„Jú ég held að þetta sé allt saman angi af sama meið. Sérstaklega kannski eftir fjármálahrunið, þá hafa menn sagt að númer eitt að stjórnmálamennirnir hafi ekki verið þess megnugir að koma í veg fyrir þetta, að það sé áfellisdómur yfir stéttinni um allan heim. Og númer tvö að þeir séu svona einhvern veginn hluti af kerfinu og séu ekki líklegri til að geta breytt miklu. Og síðan númer þrjú í einhverjum tilvikum þá er talað um að þeir taki jafnvel þátt í þessu. Gagnrýnin er auðvitað á að fjármálamarkaðurinn og kerfið sé valdameiri en stjórnmál og ég held að það sem sé að gerast í þessum kosningum mjög víða sé gagnrýni á það kerfi.“ Hann telur jafnframt að á Íslandi séu góð dæmi um það að verið sé að breyta hlutum þannig að skýrari línur séu um hvernig stjórnmálamenn eigi að vinna. „En síðan gerist margt mjög sérstakt, Donald Trump sem kjörinn er forseti kemur bara beint úr fjármálageiranum og er ekki stjórnmálamaður en er að engu síður kjörinn forseti. Þótt að menn séu að tala um þetta þrennt að þá virðist það vera svona kannski orsökin fyrir því að hann er valinn að menn segja að hann sé allavega ekki úr kerfinu, en hann er hins vegar úr fjármálakerfinu.“Viðtal Reykjavík Síðdegis við Sigurð Inga má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Donald Trump Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannesson, starfandi forsætisráðherra, segist hafa skýra mynd um sterka ríkisstjórn sem hefði breiða skírskotun. Sigurður Ingi var í viðtali í Reykjavík Síðdegis í dag. Þar sagði hann meðal annars að menn hafi verið yfirlýsingaglaðir um stjórnarmyndun og að það sé skylda stjórnmálamanna að mynda starfhæfa ríkisstjórn. „Við vitum alveg að niðurstöður kosninganna enduðu þannig að það eru kannski færri kostir heldur en menn hugðu og voru yfirlýsingar með þeim hætti að kortunum fækkaði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég hef lagt á það áherslu að það er skylda okkar stjórnmálamanna sem eru kosin að mynda starfhæfa ríkisstjórn og það verkefni verður ekki af okkur tekið. Ég er ekkert farinn af taugum, það er ekki langur tími liðinn frá kosningum.“ Aðspurður segir Sigurður ekki viss um hversu langan tíma þurfi til að mynda starfhæfa stjórn. „Ég veit ekki hvað þarf langan tíma, það er eðlilegt að menn prófi sem hafa umboð til stjórnarmyndunarviðræðna og reyni það til þrautar. Ef að menn ná því ekki saman þá er eðlilegt að það prófi það einhver annar. Svona getur það gengið koll af kolli þangað til að menn í stjórnmálaflokkunum setjast niður og segja „heyrðu nú er kannski betra að fara að taka eitthvað til baka af yfirlýsingunum og viðurkenna að hér þarf að vera starfhæf stjórn.“Hefur skýra hugmynd um sterka stjórnEf að þetta skyldi nú eitthvað dragast á langinn, þú þarft þá væntanlega að setja þig í einhverjar stellingar, hvernig er með fjárlög og þess háttar?„Við höfum bara haldið þessum undirbúningi áfram í sjálfu sér, svo það sé hægt að leggja það fram með skömmum fyrirvara. Það eru fordæmi í fortíðinni um útgáfu af bráðabirgðalögum. Það er líka hægt að kalla þing saman, menn eru bara að vega og meta þá kosti sem eru skynsamastir.“ Sigurður segir jafnframt rólegra yfir störfum í forsætisráðuneytinu þessa dagana en hann eigi að venjast. Þá hefur hann einnig viðrað sínar hugmyndir um ríkisstjórn við leiðtoga annarra flokka. „Ég hef svo sem viðrað þær skoðanir mínar við aðra í stjórnmálaflokkunum hvernig sterk stjórn geti verið hér á landi sem að hafi skírskotun annars vegar til vilja almennings í kosningunum og hins vegar myndi hafa þessa breiðu skírskotun sem ég held við séum öll sammála um að þurfi að vera.“Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, ætlar sér margt.Vísir/GettyTrump kom á óvart Talið barst einnig að stjórnmálum vestanhafs og segir Sigurður að niðurstaða forsetakosninganna í Bandaríkjunum hafi komið honum á óvart. „Það er nú bara lýðræðið sem ræður. Niðurstaðan kom kannski svolítið á óvart, ekki síst í ljósi skoðanakannana og kannski líka þess að við höfum auðvitað fylgst með talsvert miklum yfirlýsingum hans, umdeildum og sérstökum.“Menn hafa verið að túlka þessa niðurstöðu sem að menn hafi hafnað pólitíkinni og kerfinu eins og það lítur út, er þetta ekki að gerast úti um allan heim?„Jú ég held að þetta sé allt saman angi af sama meið. Sérstaklega kannski eftir fjármálahrunið, þá hafa menn sagt að númer eitt að stjórnmálamennirnir hafi ekki verið þess megnugir að koma í veg fyrir þetta, að það sé áfellisdómur yfir stéttinni um allan heim. Og númer tvö að þeir séu svona einhvern veginn hluti af kerfinu og séu ekki líklegri til að geta breytt miklu. Og síðan númer þrjú í einhverjum tilvikum þá er talað um að þeir taki jafnvel þátt í þessu. Gagnrýnin er auðvitað á að fjármálamarkaðurinn og kerfið sé valdameiri en stjórnmál og ég held að það sem sé að gerast í þessum kosningum mjög víða sé gagnrýni á það kerfi.“ Hann telur jafnframt að á Íslandi séu góð dæmi um það að verið sé að breyta hlutum þannig að skýrari línur séu um hvernig stjórnmálamenn eigi að vinna. „En síðan gerist margt mjög sérstakt, Donald Trump sem kjörinn er forseti kemur bara beint úr fjármálageiranum og er ekki stjórnmálamaður en er að engu síður kjörinn forseti. Þótt að menn séu að tala um þetta þrennt að þá virðist það vera svona kannski orsökin fyrir því að hann er valinn að menn segja að hann sé allavega ekki úr kerfinu, en hann er hins vegar úr fjármálakerfinu.“Viðtal Reykjavík Síðdegis við Sigurð Inga má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Donald Trump Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15