Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 13:43 Forsíðan og grein blaðsins um sigur Hillary Clinton í forsetakosningunum. Vísir/Twitter Innkalla þurfti 125 þúsund eintök af sérblaði Newsweek um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum því á forsíðu þess var mynd af Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, undir fyrirsögninni „Madam President“ eða „Frú forseti“. „Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur,“ er haft eftir Tony Romando, framkvæmdastjóra útgáfufélagsins Topix Media, sem sá um þetta sérblað Newsweek um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Newsweek sjálft vakti máls á þessu síðastliðinn mánudag, líkt og sjá má í tístinu hér fyrir neðan, en benti á að Topix Media bæri ábyrgð á þessu og að öllum spurningum ætti að beina þangað. From the Editors: 2 special edition covers for 2016 election outcomes were produced by a Newsweek licensee, Topix Media, and not by Newsweek pic.twitter.com/MwC4RytGbC— Newsweek (@Newsweek) November 7, 2016 Prentmiðlar hafa oft þann háttinn á við kosningar í Bandaríkjunum að útbúa tvær forsíður fyrir útgáfudag þar sem annars vegar frambjóðandi Demókrata er kynntur sem næsti forseti Bandaríkjanna eða frambjóðandi Repúblikana. Með þessum hætti er hægt að vera með tilbúna forsíðu og eintak af blaðinu þegar úrslitin liggja mögulega fyrir um miðja nótt og starfsmenn þurfa að koma blaði út með miklum hraði. Stjórnendur hjá Topex Media gerðu það, eina forsíðu með Donald Trump og aðra með Hillary Clinton, en virtust svo vissir í sinni sök með sigur Hillary Clinton að þeir sendu 125 þúsund eintök af sérblaði Newsweek með Clinton sem forseta á forsíðunni út úr húsi áður en Bandaríkjamenn mættu á kjörstað og áður en atkvæðin voru talin. Topix Media sá fljótlega að það hefði gert mistök og bað alla þá sem höfðu ætlað sér að selja blaðið að setja það ekki á sölu, en New York Post greinir frá því að sautján eintök hefðu selst, af þeim 125 þúsund eintök sem fóru úr húsi. Það var nóg til þess að myndir fóru að birtast á Internetinu af forsíðu blaðsins, sem mörgum þótti sönnun þess að fjölmiðlar ytra væru með Clinton í liði. En inni í blaðinu mátti líka finna ítarlega grein um það hvernig Hillary átti að hafa unnið sigur gegn Trump í kosningunum. „Hin nýkjörna Hillary Clinton „fór hátt“ þegar andstæðingar hennar fóru jafnvel lægra sem varð til þess að á kjördag höfnuðu Bandaríkjamenn um land allt þeim ótta og hatri sem Donald Trump bauð upp á. Hæsta glerþak vestrænnar menningar hefur verið rofið,“ segir í greininni.Another one for the 'hubris of the media' collection ... pic.twitter.com/hBRfqTgmwe— David Vick (@DavidVick5) November 10, 2016 Þetta er sagt minna á þegar Chicago Daily Tribune ákvað að birta forsíðufyrirsögnina „Deway Defeats Truman“ eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1948. Það var hins vegar þannig að Harry Truman vann Thomas Dewey í forsetakosningunum það árið. Eintak af blaðinu með þessari fyrirsögn rataði í hendur Trumans sem rétti hana brosandi til lofts því Chicago Daily Tribune hafði stutt Dewey og gengið svo langt að kalla Harry Truman fávita.Harry Truman með forsíðuna frægu.Vísir/Getty Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Stjórnarmaður Man. Utd átti sinn þátt í að koma Donald Trump til valda Einn Glazer-bræðranna studdi Donald Trump sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna í gær. 10. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Innkalla þurfti 125 þúsund eintök af sérblaði Newsweek um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum því á forsíðu þess var mynd af Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, undir fyrirsögninni „Madam President“ eða „Frú forseti“. „Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur,“ er haft eftir Tony Romando, framkvæmdastjóra útgáfufélagsins Topix Media, sem sá um þetta sérblað Newsweek um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Newsweek sjálft vakti máls á þessu síðastliðinn mánudag, líkt og sjá má í tístinu hér fyrir neðan, en benti á að Topix Media bæri ábyrgð á þessu og að öllum spurningum ætti að beina þangað. From the Editors: 2 special edition covers for 2016 election outcomes were produced by a Newsweek licensee, Topix Media, and not by Newsweek pic.twitter.com/MwC4RytGbC— Newsweek (@Newsweek) November 7, 2016 Prentmiðlar hafa oft þann háttinn á við kosningar í Bandaríkjunum að útbúa tvær forsíður fyrir útgáfudag þar sem annars vegar frambjóðandi Demókrata er kynntur sem næsti forseti Bandaríkjanna eða frambjóðandi Repúblikana. Með þessum hætti er hægt að vera með tilbúna forsíðu og eintak af blaðinu þegar úrslitin liggja mögulega fyrir um miðja nótt og starfsmenn þurfa að koma blaði út með miklum hraði. Stjórnendur hjá Topex Media gerðu það, eina forsíðu með Donald Trump og aðra með Hillary Clinton, en virtust svo vissir í sinni sök með sigur Hillary Clinton að þeir sendu 125 þúsund eintök af sérblaði Newsweek með Clinton sem forseta á forsíðunni út úr húsi áður en Bandaríkjamenn mættu á kjörstað og áður en atkvæðin voru talin. Topix Media sá fljótlega að það hefði gert mistök og bað alla þá sem höfðu ætlað sér að selja blaðið að setja það ekki á sölu, en New York Post greinir frá því að sautján eintök hefðu selst, af þeim 125 þúsund eintök sem fóru úr húsi. Það var nóg til þess að myndir fóru að birtast á Internetinu af forsíðu blaðsins, sem mörgum þótti sönnun þess að fjölmiðlar ytra væru með Clinton í liði. En inni í blaðinu mátti líka finna ítarlega grein um það hvernig Hillary átti að hafa unnið sigur gegn Trump í kosningunum. „Hin nýkjörna Hillary Clinton „fór hátt“ þegar andstæðingar hennar fóru jafnvel lægra sem varð til þess að á kjördag höfnuðu Bandaríkjamenn um land allt þeim ótta og hatri sem Donald Trump bauð upp á. Hæsta glerþak vestrænnar menningar hefur verið rofið,“ segir í greininni.Another one for the 'hubris of the media' collection ... pic.twitter.com/hBRfqTgmwe— David Vick (@DavidVick5) November 10, 2016 Þetta er sagt minna á þegar Chicago Daily Tribune ákvað að birta forsíðufyrirsögnina „Deway Defeats Truman“ eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1948. Það var hins vegar þannig að Harry Truman vann Thomas Dewey í forsetakosningunum það árið. Eintak af blaðinu með þessari fyrirsögn rataði í hendur Trumans sem rétti hana brosandi til lofts því Chicago Daily Tribune hafði stutt Dewey og gengið svo langt að kalla Harry Truman fávita.Harry Truman með forsíðuna frægu.Vísir/Getty
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Stjórnarmaður Man. Utd átti sinn þátt í að koma Donald Trump til valda Einn Glazer-bræðranna studdi Donald Trump sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna í gær. 10. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53
Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15
Stjórnarmaður Man. Utd átti sinn þátt í að koma Donald Trump til valda Einn Glazer-bræðranna studdi Donald Trump sem var kjörinn forseti Bandaríkjanna í gær. 10. nóvember 2016 11:00
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00