Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Á þessari stundu er ekkert víst að Bjarni Benediktsson muni hefja stjórnarmyndunarviðræður. Hann segir snúið að mynda stjórn eftir kosningarnar. vísir/vilhelm „Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
„Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira