Erlent

Trump hótar „afleiðingum“ fyrir fánabrennur

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump tekur utan um bandaríska fánann.
Donald Trump tekur utan um bandaríska fánann. Vísir/Getty
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur hótað „afleiðingum“ fyrir þá sem brenna bandaríska fánann. Það gerði hann á Twitter í dag og stingur hann upp á því að fólk sem brenni fánann verði fangelsað eða svipt ríkisborgararétti. Ástæða ummæla Trump liggur ekki fyrir.

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði hins vegar árið 1989 að löglegt væri að brenna fánann. Það væri tryggt með fyrstu grein stjórnarskrár landsins, sem fjallar um tjáningarfrelsi. Dómurinn staðfesti fyrri úrskurð sinn svo árið 1990.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur einnig sagt til um að ekki sé hægt að svipta mann af bandarískum ríkisborgararétti, gegn vilja hans.

Josh Earnest, talsmaður Barack Obama, ítrekaði niðurstöður Hæstaréttar á blaðamannafundi í dag og sagði þetta tíst frá Trump vera aðeins eitt af mörgu sem forsetinn verðandi hafi sagt sem Obama sé ósammála.

Jason Miller, talsmaður Trump sagði í viðtali við CNN í dag að fánabrenna ætti að vera ólögleg. Hann sagði Trump styðja tjáningarfrelsi en það að brenna fána Bandaríkjanna væri ekki sambærilegt.

Þá hafa nokkrir þingmenn Repúblikana mótmælt ummælum Trump. Þar á meðal Sean Duffy frá Wisconsins sem sagði mikilvægt að verja þá sem vilja mótmæla.


Tengdar fréttir

Vilja að Trump loki gogginum

Meirihluti Bandaríkjamanna er á móti því að forsetinn verðandi tjái sig í tístum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×