Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 08:56 Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. Hann segir jafnframt að ekkert sé til sem heitir vistvæn framleiðsla í landbúnaði og vonar að neytendur taki málin í sínar hendur. Ólafur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög sláandi að sjá svona. Talandi fyrir hönd neytenda verð ég að segja að mér finnst grafalvarlegt að svona mál skuli vera í gangi í kerfinu í mörg ár og að það skuli verið að markaðssetja og selja á háu verði til neytenda, vöru með einhverjum stimpli sem neytendur almennt trúa að sé ávísun á meiri gæði og betri aðbúnað dýra. Svo reynist þetta allt vera plat og blekking. Svo er neytendum haldið algjörlega óupplýstum um þetta og það tel ég vera mjög ámælisvert. Það þarf ekkert að ræða framgöngu þessa fyrirtækis en eftirlitsaðilarnir og síðan hvernig þetta mál virðist vera að sofna inni í ráðuneytinu án þess að á því sé tekið, ég lít þetta mjög alvarlegum augum,“ sagði Ólafur. Í Kastljósþætti gærkvöldsins kom fram að Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. Áður hafði fyrirtækið jafnframt merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla þar tilgerð skilyrði. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Neytendur hafa ekki eingöngu verið að velja Brúnegg umfram önnur heldur hafa þeir jafnvel verið tilbúnir til að borga mun hærra verð fyrir þau. „Á þeim grundvelli að þarna sé um sérstaklega vistvæna framleiðslu að ræða, að það sé sérstaklega búið að varphænunum. Svo reynist það alls ekki vera og jafnvel fremur í hina áttina. Þetta er auðvitað svik og blekkingar og þeir opinberu aðilar sem vita af þessu og eru í mörg ár að jaskast með þetta mál þeir bera gríðarlega ábyrgð gagnvart neytendum.“ Ekkert til sem heitir vistvæn framleiðsla Ólafur segir jafnframt að ekki sé til neitt sem heitir vistvæn framleiðsla í landbúnaði. Öðru máli gegnir um lífræna framleiðslu. „Neytendasamtökin börðust lengi gegn þessari vistvænu vottun og nú er hún sem betur fer úr sögunni. Það er ekkert til sem heitir vistvæn framleiðsla. En okkur finnst einkennilegt að fyrirtækjum sé samt sem áður leyft að setja svona stimpil á sína framleiðslu og það er þá á þeirra eigin ábyrgð. Mér finnst að það eigi að banna þetta, það er ekkert til sem heitir vistvæn framleiðsla í landbúnaði. Ef að landbúnaður er innan þess regluramma sem honum er settur þá er það bara hefðbundinn landbúnaður og það er landbúnaður þar sem aðbúnaður dýra á að vera í lagi, þar sem allir umhverfisþættir eiga að vera í lagi. Síðan er til lífræn ræktun. Það er vottað og það er sérstakt vottunarkerfi sem er alþjóðlega viðurkennt sem er notað þar. Það er engin vottun á neinu sem heitir vistvænt og hefur aldrei verið svo neinu nemi og er alls ekki í dag.“ Neytendur besta aðhaldiðHann telur jafnframt að upplýsa hefði átt neytendur strax um stöðuna í máli Brúnegg. „Mín skoðun er sú að það eigi að upplýsa neytendur strax í byrjun, kannski ekki í hvert einasta skipti sem eftirlitsaðilar hafi athugasemdir við eitthvað hjá framleiðendum. En um leið og í ljós kemur að það er eitthvað vandamál og framleiðendur eru tregir til að taka á því og lagfæra þá á að upplýsa neytendur. Við getum sleppt öllum dagsektum og vörslusviptingum og slíku ef að neytendur eru upplýstir þá eru þeir aðhaldið. Við sjáum það að neytendur neita að láta bjóða sér hvað sem er. Neytendur vilja ekki kaupa vöru sem er framleidd með illum aðbúnaði dýra. Neytendur neita að láta skrökva að sér.“ Hann segir að miðað við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósþætti gærkvöldsins hafi athugasemdir Matvælastofnunar verið mjög alvarlegar og að þær hafi fengið að vera ólagfærðar í mjög langan tíma, sem sé mjög alvarlegt. Sjá einnig: Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum„Ég vona sannarlega að þetta sé einsdæmi því ég hef nú þá trú að matvælaframleiðendur og aðilar í landbúnaði vilji búa vel að dýrum, vilji veita neytendum réttar upplýsingar alveg eins og ég held að almennt vilji kaupmenn veita góða þjónustu og ódýra þjónustu. En það er auðvitað ekki hægt að treysta því að allir stundi þannig viðskipti.“ Aðspurður hvort hann vilji nú sjá breytingu á starfsemi Matvælastofnunar sagðist Ólafur vilja að útgangspunkturinn sé að neytendur séu upplýstir. „Það er ekki til öflugra eftirlit með samkeppni í matvælaiðnaði eða verslun en það að neytendur séu upplýstir. Upplýstur neytandi er nefnilega góður neytandi sem getur tekið upplýstar ákvarðanir og upplýstir neytendur þeir versla ekki við dýraníðinga, þeir versla ekki við okrara og þeir versla ekki við lygara.“ Neytendur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Twitter nötrar eftir uppljóstrun Kastljóss um Brúnegg Margir eru mjög hissa á uppljóstruninni og tjá undrun sína og reiði á Twitter. 28. nóvember 2016 22:48 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. Hann segir jafnframt að ekkert sé til sem heitir vistvæn framleiðsla í landbúnaði og vonar að neytendur taki málin í sínar hendur. Ólafur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög sláandi að sjá svona. Talandi fyrir hönd neytenda verð ég að segja að mér finnst grafalvarlegt að svona mál skuli vera í gangi í kerfinu í mörg ár og að það skuli verið að markaðssetja og selja á háu verði til neytenda, vöru með einhverjum stimpli sem neytendur almennt trúa að sé ávísun á meiri gæði og betri aðbúnað dýra. Svo reynist þetta allt vera plat og blekking. Svo er neytendum haldið algjörlega óupplýstum um þetta og það tel ég vera mjög ámælisvert. Það þarf ekkert að ræða framgöngu þessa fyrirtækis en eftirlitsaðilarnir og síðan hvernig þetta mál virðist vera að sofna inni í ráðuneytinu án þess að á því sé tekið, ég lít þetta mjög alvarlegum augum,“ sagði Ólafur. Í Kastljósþætti gærkvöldsins kom fram að Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. Áður hafði fyrirtækið jafnframt merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla þar tilgerð skilyrði. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Neytendur hafa ekki eingöngu verið að velja Brúnegg umfram önnur heldur hafa þeir jafnvel verið tilbúnir til að borga mun hærra verð fyrir þau. „Á þeim grundvelli að þarna sé um sérstaklega vistvæna framleiðslu að ræða, að það sé sérstaklega búið að varphænunum. Svo reynist það alls ekki vera og jafnvel fremur í hina áttina. Þetta er auðvitað svik og blekkingar og þeir opinberu aðilar sem vita af þessu og eru í mörg ár að jaskast með þetta mál þeir bera gríðarlega ábyrgð gagnvart neytendum.“ Ekkert til sem heitir vistvæn framleiðsla Ólafur segir jafnframt að ekki sé til neitt sem heitir vistvæn framleiðsla í landbúnaði. Öðru máli gegnir um lífræna framleiðslu. „Neytendasamtökin börðust lengi gegn þessari vistvænu vottun og nú er hún sem betur fer úr sögunni. Það er ekkert til sem heitir vistvæn framleiðsla. En okkur finnst einkennilegt að fyrirtækjum sé samt sem áður leyft að setja svona stimpil á sína framleiðslu og það er þá á þeirra eigin ábyrgð. Mér finnst að það eigi að banna þetta, það er ekkert til sem heitir vistvæn framleiðsla í landbúnaði. Ef að landbúnaður er innan þess regluramma sem honum er settur þá er það bara hefðbundinn landbúnaður og það er landbúnaður þar sem aðbúnaður dýra á að vera í lagi, þar sem allir umhverfisþættir eiga að vera í lagi. Síðan er til lífræn ræktun. Það er vottað og það er sérstakt vottunarkerfi sem er alþjóðlega viðurkennt sem er notað þar. Það er engin vottun á neinu sem heitir vistvænt og hefur aldrei verið svo neinu nemi og er alls ekki í dag.“ Neytendur besta aðhaldiðHann telur jafnframt að upplýsa hefði átt neytendur strax um stöðuna í máli Brúnegg. „Mín skoðun er sú að það eigi að upplýsa neytendur strax í byrjun, kannski ekki í hvert einasta skipti sem eftirlitsaðilar hafi athugasemdir við eitthvað hjá framleiðendum. En um leið og í ljós kemur að það er eitthvað vandamál og framleiðendur eru tregir til að taka á því og lagfæra þá á að upplýsa neytendur. Við getum sleppt öllum dagsektum og vörslusviptingum og slíku ef að neytendur eru upplýstir þá eru þeir aðhaldið. Við sjáum það að neytendur neita að láta bjóða sér hvað sem er. Neytendur vilja ekki kaupa vöru sem er framleidd með illum aðbúnaði dýra. Neytendur neita að láta skrökva að sér.“ Hann segir að miðað við þær upplýsingar sem fram komu í Kastljósþætti gærkvöldsins hafi athugasemdir Matvælastofnunar verið mjög alvarlegar og að þær hafi fengið að vera ólagfærðar í mjög langan tíma, sem sé mjög alvarlegt. Sjá einnig: Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum„Ég vona sannarlega að þetta sé einsdæmi því ég hef nú þá trú að matvælaframleiðendur og aðilar í landbúnaði vilji búa vel að dýrum, vilji veita neytendum réttar upplýsingar alveg eins og ég held að almennt vilji kaupmenn veita góða þjónustu og ódýra þjónustu. En það er auðvitað ekki hægt að treysta því að allir stundi þannig viðskipti.“ Aðspurður hvort hann vilji nú sjá breytingu á starfsemi Matvælastofnunar sagðist Ólafur vilja að útgangspunkturinn sé að neytendur séu upplýstir. „Það er ekki til öflugra eftirlit með samkeppni í matvælaiðnaði eða verslun en það að neytendur séu upplýstir. Upplýstur neytandi er nefnilega góður neytandi sem getur tekið upplýstar ákvarðanir og upplýstir neytendur þeir versla ekki við dýraníðinga, þeir versla ekki við okrara og þeir versla ekki við lygara.“
Neytendur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Twitter nötrar eftir uppljóstrun Kastljóss um Brúnegg Margir eru mjög hissa á uppljóstruninni og tjá undrun sína og reiði á Twitter. 28. nóvember 2016 22:48 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15
Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28
Twitter nötrar eftir uppljóstrun Kastljóss um Brúnegg Margir eru mjög hissa á uppljóstruninni og tjá undrun sína og reiði á Twitter. 28. nóvember 2016 22:48
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09