Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2016 21:28 Mikil reiði hefur brotist út á Facebook, fólk telur sig illa svikið og fer aðbúnaður hænsnanna mjög fyrir brjóstið á mannskapnum. Kastljós sýndi í kvöld mikla umfjöllun um aðbúnað hænsna hjá Brúnegg ehf. Þar kom fram að neytendur hafa verið blekktir árum saman, forsvarsmenn Brúneggja merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrði sem sú reglugerð setti. Þá lét Matvælastofnun undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Vill helst henda kólerueggjunum í Matvælastofnun Mikil reiði hefur brotist út á Facebook vegna umfjöllunarinnar. Og hér verða fáein dæmi nefnd. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri – honum er ekki skemmt ef marka má Facebookfærslu hans: „Ég hef keypt þessi ógeðslegu Brúnegg í langan tíma vegna þess að ég treysti þeim og þessari bjánalegu vottun. Ég var tilbúinn að borga hærra verð gegn því að hænurnar væru glaðar og vel með þær farið. Ég treysti því líka að ef pottur væri brotinn þá mundi stofnun einsog Matvælastofnun upplýsa mig. Allt þetta reynist á misskilningi byggt. Mér er skapi næst að taka restina af þessum kólerueggjum sem ég á inní ísskáp og ætlaði að henda í ruslið og fleygja þeim frekar í Matvælastofnun.“ Brúneggjagaur sem kann ekki að skammast sín Rakel Garðarsdóttir kvikmyndagerðarmaður sem hefur lengi barist fyrir betri nýtingu matvæla þarf ekki eins mörg orð og Jón til að lýsa tilfinningum sínum: „Mun aldrei kaupa BRÚNEGG á ný. Þvílíkt skítakompaný.“ Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður með meiru er reiður: „Ég er æfur yfir uppgötvun Kastljóss!! Að hafa verið hafður að fífli árum saman með því að kaupa ,,vistvæn" egg frá þessum Brúneggja gaur sem kann ekki einu sinni að skammast sín fyrir að hafa markvisst brotið dýravelferðarlög árum saman. Reiðastur er ég þó út í Matvælastofnun fyrir að draga lappirnar, láta einhverjar bréfasendíngar nægja árum saman á meðan aðstæður fuglana versnuðu. Stofnunin hefur frá árinu 2007 vitað af þessari refsiverðu háttsemi og svikum gagnvart almenningi án þess að bregðast við af neinni alvöru. Með þessu hefur orðið algjör trúnaðarbrestur á milli MAST og neytenda og ljóst að engu er að treysta í innlendri matvælaframleiðslu á meðan vinnubrögðin eru svona. Vistvæn vottun hefur augljóslega enga merkingu á Íslandi og því er ég frá og með þessari stundu hættur að kaupa egg. Og hananú!! Þvílík vanvirða við neytendur Helga Vala Helgadóttir er háðsk: „Eins gott að fæðuöryggið er tryggt. Það væri alveg voðalegt ef við værum með eitthvað útlenskt ógeð hér á landi í staðinn fyrir allan hreina matinn okkar. #mast #veljumíslenskt #allthreintogbest.“ Óðinn Jónsson útvarpsmaður er einn af fjölmörgum sem ekki er kátur á Facebook: „Við höfum árum saman borgað um 40% hærra eggjaverð í góðri trú um að hafa þar með stutt við góða meðferð varphæna. Framleiðandinn brást trausti okkar og eftirlitsstofnanir ríkisins líka. Ekki þótti ástæða til að vara okkur við. Þvílík vanvirða við neytendur. Hvert á maður að senda reikninginn? Hver axlar ábyrgð á þessu? Takk, Kastljós og Tryggvi.“ Þetta er ógeðslegt Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur er slegin: „Viðbjóður hvernig aðbúnaður blessaðra dýranna er. Fólk sem hugsar svona um dýrin sín á að sjálfsögðu ekki að fá að halda dýr. Auk þess eru neytendur blekktir með röngum merkingum umbúða. Mun aldrei framar kaupa vöru frá þessu fyrirtæki. Þetta er ógeðslegt!“ Þessi dæmi eru aðeins brot af miklum viðbrögðum hvar fólk keppist við að fordæma brúnegg og svo MAST. Brúneggjamálið Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Kastljós sýndi í kvöld mikla umfjöllun um aðbúnað hænsna hjá Brúnegg ehf. Þar kom fram að neytendur hafa verið blekktir árum saman, forsvarsmenn Brúneggja merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrði sem sú reglugerð setti. Þá lét Matvælastofnun undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Vill helst henda kólerueggjunum í Matvælastofnun Mikil reiði hefur brotist út á Facebook vegna umfjöllunarinnar. Og hér verða fáein dæmi nefnd. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri – honum er ekki skemmt ef marka má Facebookfærslu hans: „Ég hef keypt þessi ógeðslegu Brúnegg í langan tíma vegna þess að ég treysti þeim og þessari bjánalegu vottun. Ég var tilbúinn að borga hærra verð gegn því að hænurnar væru glaðar og vel með þær farið. Ég treysti því líka að ef pottur væri brotinn þá mundi stofnun einsog Matvælastofnun upplýsa mig. Allt þetta reynist á misskilningi byggt. Mér er skapi næst að taka restina af þessum kólerueggjum sem ég á inní ísskáp og ætlaði að henda í ruslið og fleygja þeim frekar í Matvælastofnun.“ Brúneggjagaur sem kann ekki að skammast sín Rakel Garðarsdóttir kvikmyndagerðarmaður sem hefur lengi barist fyrir betri nýtingu matvæla þarf ekki eins mörg orð og Jón til að lýsa tilfinningum sínum: „Mun aldrei kaupa BRÚNEGG á ný. Þvílíkt skítakompaný.“ Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður með meiru er reiður: „Ég er æfur yfir uppgötvun Kastljóss!! Að hafa verið hafður að fífli árum saman með því að kaupa ,,vistvæn" egg frá þessum Brúneggja gaur sem kann ekki einu sinni að skammast sín fyrir að hafa markvisst brotið dýravelferðarlög árum saman. Reiðastur er ég þó út í Matvælastofnun fyrir að draga lappirnar, láta einhverjar bréfasendíngar nægja árum saman á meðan aðstæður fuglana versnuðu. Stofnunin hefur frá árinu 2007 vitað af þessari refsiverðu háttsemi og svikum gagnvart almenningi án þess að bregðast við af neinni alvöru. Með þessu hefur orðið algjör trúnaðarbrestur á milli MAST og neytenda og ljóst að engu er að treysta í innlendri matvælaframleiðslu á meðan vinnubrögðin eru svona. Vistvæn vottun hefur augljóslega enga merkingu á Íslandi og því er ég frá og með þessari stundu hættur að kaupa egg. Og hananú!! Þvílík vanvirða við neytendur Helga Vala Helgadóttir er háðsk: „Eins gott að fæðuöryggið er tryggt. Það væri alveg voðalegt ef við værum með eitthvað útlenskt ógeð hér á landi í staðinn fyrir allan hreina matinn okkar. #mast #veljumíslenskt #allthreintogbest.“ Óðinn Jónsson útvarpsmaður er einn af fjölmörgum sem ekki er kátur á Facebook: „Við höfum árum saman borgað um 40% hærra eggjaverð í góðri trú um að hafa þar með stutt við góða meðferð varphæna. Framleiðandinn brást trausti okkar og eftirlitsstofnanir ríkisins líka. Ekki þótti ástæða til að vara okkur við. Þvílík vanvirða við neytendur. Hvert á maður að senda reikninginn? Hver axlar ábyrgð á þessu? Takk, Kastljós og Tryggvi.“ Þetta er ógeðslegt Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur er slegin: „Viðbjóður hvernig aðbúnaður blessaðra dýranna er. Fólk sem hugsar svona um dýrin sín á að sjálfsögðu ekki að fá að halda dýr. Auk þess eru neytendur blekktir með röngum merkingum umbúða. Mun aldrei framar kaupa vöru frá þessu fyrirtæki. Þetta er ógeðslegt!“ Þessi dæmi eru aðeins brot af miklum viðbrögðum hvar fólk keppist við að fordæma brúnegg og svo MAST.
Brúneggjamálið Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira