Lífið

Sjáðu alla Jóla­stjörnu­þættina: Guð­rún Lilja valin úr hópi um rúm­lega 200 kepp­enda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún Lilja var mögnuð í þáttunum.
Guðrún Lilja var mögnuð í þáttunum.
Úrslit Jólastjörnunnar 2016 voru kynnt í lokaþætti sérstakrar þáttaraðar um leitina að Jólastjörnunni á Stöð 2 á fimmtudag. Jólastjarnan í ár er Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir en upphaflega tóku rúmlega tvö hundruð krakkar þátt í keppninni með því að senda inn myndband. Tólf krökkum var svo boðið í úrslit sem sýnt var frá í þáttunum á Stöð 2.

Þar stóð Guðrún Lilja uppi sem sigurvegari en dómarar voru Björgvin Halldórsson, Jóhanna Guðrún og Gissur Páll. Frammistöðu hennar í prufunum má sjá hér. Guðrún Lilja flutti í prufunum lögin Make You Feel My Love með Adele og Everybody Loves a Lover með Doris Day, sem Ellý Vilhjálms og Raggi Bjarna gerðu að smelli á íslensku.

Nú bíður það verkefni Guðrúnar Lilju að koma fram á umfangsmestu jólatónleikum ársins, á stærsta sviði landsins með aragrúa af stórstjörnum laugardaginn 10. desember í Höllinni á Jólagestum Björgvins.

Hún er í miðju kafi nú þegar að velja lög og undirbúa sín atriði með Gunnari Helga leikstjóra, Þóri Baldurssyni tónlistarstjóra og fleirum sem að tónleikunum koma. Svo taka við stífar æfingar alla tónleikavikuna sem lýkur með því að Guðrún Lilja kemur fram fyrir framan sex þúsund tónleikagesti laugardaginn 10. desember.

Hér að neðan má sjá alla þættina þrjá í seríunni um Jólastjörnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×