Fótbolti

Víkingar lögðu Breiðablik í Bose-mótinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milos Milojevic er þjálfari Víkinga.
Milos Milojevic er þjálfari Víkinga. vísir/anton
Víkingar lögðu Blika að velli í leik liðanna í Bose-mótinu í knattspyrnu. Ívar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik beint úr aukaspyrnu.

Blikar gerðu 2-2 jafntefli við Fjölni í fyrsta leik sínum á mótinu en Víkingar eru að spila sinn fyrsta leik í riðlinum.

Ívar Örn Jónsson kom Víkingum yfir á 33.mínútu með marki úr aukaspyrnu. Bæði lið fengu færi til þess að skora fleiri mörk en þau komu ekki. Elfar Freyr Helgason varnarmaður Blika fékk rautt spjald á 70.mínútu og léku þeir grænklæddu því einum færri það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 1-0.

Tveir erlendir leikmenn voru á prufu hjá Víkingum í leiknum í dag.

FH, Stjarnan og KR eru í hinum riðlinum en fyrstu tvönefndu liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik þess. Sigurvegari hvers riðils mætast í úrslitaleik mótsins í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×