Föstudagsréttur Evu Laufeyjar: Pulled pork pizza með Doritos Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2016 16:30 Þessi er frábær. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er heldur betur fær í eldhúsinu og kann hún að útbúa hina fullkomnu föstudagspizzu. Hér að neðan má sjá uppskriftina af matnum í kvöld.600 g úrbeinaður svínahnakkiólífuolíasalt og pipar1 tsk paprikukrydd½ tsk cuminkrydd1 rauðlaukur330 ml bjór t.d. Einstök (eða annar bjór sem þið viljið nota)2 dl soðið vatnAðferð: Léttsteikið svínhnakkana upp úr olíu í 1 – 2 mínútur á hvorri hlið, kryddið til með salti, pipar, paprikukryddi og cuminkryddi. Setjið kjötið í pott með loki sem þolir það að fara inn í ofn. Hitið ofninn í 150°C. Skerið rauðlauk í fjóra bita og setjið út í pottinn, hellið bjórnum og vatninu saman við og setjið lokið á pottinn. Eldið kjötið í 4 – 5 klst eða alveg upp í 7 klst! Það fer eftir því hvað þið hafið langan tíma. En auðvitað er hægt að kaupa tilbúið pulled pork í flestum matvöruverslunum en ég mæli samt með því að þið prófið að gera það sjálf, miklu betra heimagert – svo mikið er víst. Þegar kjötið er tilbúið þá setjið þið það á bretti og tætið það í sundur með til dæmis gaffal. Ég setti eins og 2 dl af bbq sósu saman við og þá bara þá bbq sósu sem ykkur þykir best.Áleggið:Hægeldað svínakjötRauðlaukurKirsuberjatómatarFerskur kóríanderFetaosturDoritos með ostabragði Fletjið út pizzabotninn og setjið vel af svínakjötinu á botninn, bakið við 200-220 °C í 10 – 15 mínútur eða þar til pizzabotninn er orðinn gullinbrúnn. Skerið rauðlauk, tómata og kóríander fremur smátt og setjið yfir pizzuna þegar hún er tilbúin. Myljið einnig fetaost og sáldrið yfir ásamt leynivopninu já leynivopninu en það er appelsínugult Doritos, það er svo gott með safaríka svínakjötinu og fá smá kröns í hverjum bita. Þetta er í alvörunni pizza sem þið megið ekki láta fara framhjá ykkur!Pizzabotn240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt)2 ½ tsk þurrger1 msk hunang2 tsk salt2 msk olía400 – 450 g hveiti (gæti þurft meira en minna)Aðferð:Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá er gerblandan tilbúin. Hellið gerblöndunni í hrærivélaskál og bætið öllum hráefnum saman við, það er góð regla að bæta hveitinu smám saman við. Látið hnoðast í vélinni í 6 – 10 mínútur eða þar til deigið er orðið í laginu eins og kúla, einnig á það ekki að vera klístrað. Setjið viskastykki yfir hrærivélaskálina og leyfið deiginu að hefast í klukkustund eða þar til þar hefur tvöfaldast að stærð. Eva Laufey Partýréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið
Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er heldur betur fær í eldhúsinu og kann hún að útbúa hina fullkomnu föstudagspizzu. Hér að neðan má sjá uppskriftina af matnum í kvöld.600 g úrbeinaður svínahnakkiólífuolíasalt og pipar1 tsk paprikukrydd½ tsk cuminkrydd1 rauðlaukur330 ml bjór t.d. Einstök (eða annar bjór sem þið viljið nota)2 dl soðið vatnAðferð: Léttsteikið svínhnakkana upp úr olíu í 1 – 2 mínútur á hvorri hlið, kryddið til með salti, pipar, paprikukryddi og cuminkryddi. Setjið kjötið í pott með loki sem þolir það að fara inn í ofn. Hitið ofninn í 150°C. Skerið rauðlauk í fjóra bita og setjið út í pottinn, hellið bjórnum og vatninu saman við og setjið lokið á pottinn. Eldið kjötið í 4 – 5 klst eða alveg upp í 7 klst! Það fer eftir því hvað þið hafið langan tíma. En auðvitað er hægt að kaupa tilbúið pulled pork í flestum matvöruverslunum en ég mæli samt með því að þið prófið að gera það sjálf, miklu betra heimagert – svo mikið er víst. Þegar kjötið er tilbúið þá setjið þið það á bretti og tætið það í sundur með til dæmis gaffal. Ég setti eins og 2 dl af bbq sósu saman við og þá bara þá bbq sósu sem ykkur þykir best.Áleggið:Hægeldað svínakjötRauðlaukurKirsuberjatómatarFerskur kóríanderFetaosturDoritos með ostabragði Fletjið út pizzabotninn og setjið vel af svínakjötinu á botninn, bakið við 200-220 °C í 10 – 15 mínútur eða þar til pizzabotninn er orðinn gullinbrúnn. Skerið rauðlauk, tómata og kóríander fremur smátt og setjið yfir pizzuna þegar hún er tilbúin. Myljið einnig fetaost og sáldrið yfir ásamt leynivopninu já leynivopninu en það er appelsínugult Doritos, það er svo gott með safaríka svínakjötinu og fá smá kröns í hverjum bita. Þetta er í alvörunni pizza sem þið megið ekki láta fara framhjá ykkur!Pizzabotn240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt)2 ½ tsk þurrger1 msk hunang2 tsk salt2 msk olía400 – 450 g hveiti (gæti þurft meira en minna)Aðferð:Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni þá er gerblandan tilbúin. Hellið gerblöndunni í hrærivélaskál og bætið öllum hráefnum saman við, það er góð regla að bæta hveitinu smám saman við. Látið hnoðast í vélinni í 6 – 10 mínútur eða þar til deigið er orðið í laginu eins og kúla, einnig á það ekki að vera klístrað. Setjið viskastykki yfir hrærivélaskálina og leyfið deiginu að hefast í klukkustund eða þar til þar hefur tvöfaldast að stærð.
Eva Laufey Partýréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið