„Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2016 14:22 Guðni Th. Jóhannesson á blaðamannafundi á Bessastöðum fyrr í dag. Vísir/Anton Brink „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg lausn á þeim vanda þau eru í, það er ekki margt í stöðunni en ég held að þá sé líka ágætt að menn hvíli sig og reyni að sjá til lands, þetta er því skynsamlegt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur um ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að veita engum formlegt umboð til myndun ríkisstjórnar.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tilkynnti þetta á Bessastöðum fyrr í dag eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafði skilað umboðinu. Hún hafði umboðið í níu daga en þar áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, haft umboðið í 14 daga áður en hann skilaði því. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar.Getur haft heftandi áhrif Guðmundur telur þetta skynsamlegt af Guðna því stundum geti stjórnarmyndunarumboðið haft heftandi áhrif á umræðurnar. „Þessi hugmynd um stjórnarmyndunarumboð hefur bara orðið til, þetta er ekki í formlegum reglum. En það getur á vissan hátt haft heftandi áhrif á þá lifandi umræðu sem getur verið á milli flokkanna. Þá er búið að ákveða eitthvað mynstur en þarna eru þeir að finna út mynstrið sem er líklegast til að skila árangri og segja Guðna hvað það er. Þetta opnar þessar samningaviðræður aðeins meira en ef einhver einn er með umboðið. Hvort þetta skilar árangri á eftir að koma í ljós,“ segir Guðmundur. Guðni sagði fordæmi fyrir þessari ákvörðun og segir Guðmundar það vissulega vera svo. Það var árið 1979 þegar ekki tókst að mynda ríkisstjórn og Kristján Eldjárn þáverandi forseti Íslands var tilbúinn með utanþingsstjórn. Þá gekk Gunnar Thoroddsen til fundar við hann og sagðist geta myndað stjórn og fékk í kjölfarið umboðið.Margt sem forsetinn stjórnar ekki Guðmundur segir Guðna enn með allt í eðlilegu ferli en það sé samt margt sem Guðni stjórnar hreinlega ekki við þessar stjórnarmyndunarviðræður. „Þetta er alvarleg staða og ljóst strax eftir kosningar að þetta yrði ekki auðvelt. Það er alltaf að sannast núna að annars vegar var þingmeirihlutinn mjög tæpur, annars vegar til hægri með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð sem hefði orðið tæpur meirihluti, og hins vegar til vinstri. Þar voru svo margir flokkar, það er alltaf erfitt að komast að niðurstöðu þegar eru svona margir flokkar,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að nú muni væntanlega koma nýir möguleikar inn í myndina og að það muni jafnframt mögulega þrengjast um þessa augljósu kosti. „Þá kemur kannski Framsóknarflokkurinn til sögunnar,“ segir Guðmundur en Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar.Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.Vísir/ErnirEkkert víst að Ólafur Ragnar hefði gert betur Fyrir forsetakosningarnar síðastliðið sumar hafði Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, boðað að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Nefndi hann eina af helstu ástæðunum fyrir þeirri ákvörðun að stjórnarmyndunarviðræður eftir komandi þingkosningar ættu eftir að reynast snúnar og því gæti reynsla hans nýst í þeirri stöðu. Spurður hvort þetta ferli allt saman hefði gengið betur með Ólaf Ragnar í forsetaembættinu segir Guðmundur það alls óvíst. „Þetta hefði jafnvel geta gengið verr í sjálfu sér. Forsetinn myndar ekki stjórn, hann situr ekki þarna með þingmönnum og myndar stjórn. Það getur verið undir vissum kringumstæðum sem forsetinn á í sterkum tengslum við einhver stjórnmálaforingja sem hann getur leiðbeint, en annars getur hann flutt fyrirlestra. Það eru stjórnmálamennirnir sem verða að gera þetta og forsetinn getur ekkert barið þá saman. Það getur haft þveröfug áhrif ef hann skiptir sér af.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Ég held að þetta sé mjög skynsamleg lausn á þeim vanda þau eru í, það er ekki margt í stöðunni en ég held að þá sé líka ágætt að menn hvíli sig og reyni að sjá til lands, þetta er því skynsamlegt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur um ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að veita engum formlegt umboð til myndun ríkisstjórnar.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tilkynnti þetta á Bessastöðum fyrr í dag eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafði skilað umboðinu. Hún hafði umboðið í níu daga en þar áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, haft umboðið í 14 daga áður en hann skilaði því. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar.Getur haft heftandi áhrif Guðmundur telur þetta skynsamlegt af Guðna því stundum geti stjórnarmyndunarumboðið haft heftandi áhrif á umræðurnar. „Þessi hugmynd um stjórnarmyndunarumboð hefur bara orðið til, þetta er ekki í formlegum reglum. En það getur á vissan hátt haft heftandi áhrif á þá lifandi umræðu sem getur verið á milli flokkanna. Þá er búið að ákveða eitthvað mynstur en þarna eru þeir að finna út mynstrið sem er líklegast til að skila árangri og segja Guðna hvað það er. Þetta opnar þessar samningaviðræður aðeins meira en ef einhver einn er með umboðið. Hvort þetta skilar árangri á eftir að koma í ljós,“ segir Guðmundur. Guðni sagði fordæmi fyrir þessari ákvörðun og segir Guðmundar það vissulega vera svo. Það var árið 1979 þegar ekki tókst að mynda ríkisstjórn og Kristján Eldjárn þáverandi forseti Íslands var tilbúinn með utanþingsstjórn. Þá gekk Gunnar Thoroddsen til fundar við hann og sagðist geta myndað stjórn og fékk í kjölfarið umboðið.Margt sem forsetinn stjórnar ekki Guðmundur segir Guðna enn með allt í eðlilegu ferli en það sé samt margt sem Guðni stjórnar hreinlega ekki við þessar stjórnarmyndunarviðræður. „Þetta er alvarleg staða og ljóst strax eftir kosningar að þetta yrði ekki auðvelt. Það er alltaf að sannast núna að annars vegar var þingmeirihlutinn mjög tæpur, annars vegar til hægri með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð sem hefði orðið tæpur meirihluti, og hins vegar til vinstri. Þar voru svo margir flokkar, það er alltaf erfitt að komast að niðurstöðu þegar eru svona margir flokkar,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að nú muni væntanlega koma nýir möguleikar inn í myndina og að það muni jafnframt mögulega þrengjast um þessa augljósu kosti. „Þá kemur kannski Framsóknarflokkurinn til sögunnar,“ segir Guðmundur en Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar.Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.Vísir/ErnirEkkert víst að Ólafur Ragnar hefði gert betur Fyrir forsetakosningarnar síðastliðið sumar hafði Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, boðað að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Nefndi hann eina af helstu ástæðunum fyrir þeirri ákvörðun að stjórnarmyndunarviðræður eftir komandi þingkosningar ættu eftir að reynast snúnar og því gæti reynsla hans nýst í þeirri stöðu. Spurður hvort þetta ferli allt saman hefði gengið betur með Ólaf Ragnar í forsetaembættinu segir Guðmundur það alls óvíst. „Þetta hefði jafnvel geta gengið verr í sjálfu sér. Forsetinn myndar ekki stjórn, hann situr ekki þarna með þingmönnum og myndar stjórn. Það getur verið undir vissum kringumstæðum sem forsetinn á í sterkum tengslum við einhver stjórnmálaforingja sem hann getur leiðbeint, en annars getur hann flutt fyrirlestra. Það eru stjórnmálamennirnir sem verða að gera þetta og forsetinn getur ekkert barið þá saman. Það getur haft þveröfug áhrif ef hann skiptir sér af.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41