Níu ára jólastjarna frá Grindavík: Leið vel þegar Björgvin kom inn í skólastofuna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:30 Nóg er fram undan hjá Guðrúnu Lilju Dagbjartsdóttur, en hún hefur verið valin Jólastjarnan 2016. Fréttablaðið/Ernir „Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni. Grindavík Jólastjarnan Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
„Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni.
Grindavík Jólastjarnan Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira