Edda Garðars: KR er ekki Fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 10:00 Edda Garðarsdóttir sem leikmaður KR og þjálfari KR. Vísir/Samsett mynd Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira