Leiðir Katrínar lokaðar Snærós Sindradóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/Eyþór Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira