Erlent

Búist við að milljarðamæringurinn Ross verði viðskiptaráðherra Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump go Wilbur Ross funduðu fyrr í vikunni.
Donald Trump go Wilbur Ross funduðu fyrr í vikunni. Vísir/AFP
Fastlega er búist við að milljarðamæringurinn Wilbur Ross Jr verði viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump.

Wall Street Journal greinir frá þessu og vísar í tvo ónafngreinda heimildarmenn úr innsta kjarna liðsins í kringum Trump.

Hinn 78 ára Ross er stjórnarformaður í fjárfestingasjóðnum W.L. Ross & Co sem þekkt er fyrir að kaupa fyrirtæki sem eru á leið í þrot.

Trump hefur verið iðinn við að skipa í stöður á síðustu dögum. Þannig hefur hann boðið Nikki Haley, ríkisstjóra Suður-Karólínu, að taka við stöðu sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Þá hefur hann boðið lækninum og fyrrverandi taugaskurðlækninum Ben Carson að verða ráðherra húsnæðismála og borgarþróunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×