47 stoðsendingar og nýtt met hjá Golden State í nótt | Sjáðu veisluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 17:00 Stephen Curry þakkar fyrir eina af stoðsendingunum í nótt. Golden State Warriors er á svaka skriði í NBA-deildinni en liðið fór illa með Los Angeles Lakers í nótt. Þetta var níundi sigur Warriors-liðsins í röð og það er óhætt að segja að leikmenn GSW séu að sundurspila andstæðinga sína þessa dagana. Stephen Curry (31 stig, 9 stoðendingar), Kevin Durant (28 stig), Klay Thompson (26 stig) og Draymond Green (11 stoðsendingar, 9 fráköst) eru farnir að ná mjög vel saman og það eru ekki beint góðar fréttir fyrir mótherjana. Skytturnar þrjár voru saman með 85 stig og hittu úr 13 af 23 þriggja stiga skotum sínum. Golden State Warriors var samtals með 47 stoðsendingar í leiknum sem liðið vann með 43 stiga mun, 149-106. Liðið skoraði 80 stig í fyrri hálfleik, tapaði aðeins 10 boltum allan leikinn og hitti úr 62 prósent skota sinna. 47 stoðsendingar eru næstum því ein stoðsending á hverri mínútu en hver leikur í NBA er 48 mínútur. Hér fyrir neðan er myndband frá NBA með mörgum af þessum stoðsendingum leikmanna Golden State í nótt. Golden State liðið var með fleiri stoðsendingar í leiknum (47) en Lakers menn voru með af skotum (40). 47 stoðsendingar eru nýtt félagsmet og það mesta í NBA-deildinni síðan Phoenix Suns gaf 47 stoðsendingar 29. nóvember 1991. Golden State liðið hefur nú gefið 30 stoðsendingar í fleiri í öllum níu leikjunum ó sigurgöngunni og þeir hafa alls spilað þrettán leiki í röð með 30 stoðsendingar eða fleiri sem er NBA-met. Golden State tapaði illa fyrir San Antonio Spurs í fyrsta leik tímabilsins og svo óvænt fyrir Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna. Sá leikur var 5. nóvember en síðan hefur GSW ekki tapað leik. Golden State hefur unnið þess níu leiki frá og með 7. Nóvember með 19,2 stiga munÞessir gáfu stoðsendingar í metleiknum í nótt: Draymond Green 11 Stephen Curry 9 Kevin Durant 5 Andre Iguodala 5 Patrick McCaw 4 David West 4 Zaza Pachulia 2 Klay Thompson 2 Shaun Livingston 2 Anderson Varejao 2 Ian Clark 1The @Warriors set a new franchise record with 47 assists against the Lakers. They assisted on 47 of their 53 field goals (88.7%). pic.twitter.com/gMdhBCxRvg — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 24, 2016Warriors set a new franchise record with 47 assists tonight, the most in a game in the NBA in 25 years (11/29/91, PHO, 47 assists). — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016Golden State's 149 points & 43-point victory are both new highs against the Lakers, topping marks that were set 50 years ago (November 1966) — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016 NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Golden State Warriors er á svaka skriði í NBA-deildinni en liðið fór illa með Los Angeles Lakers í nótt. Þetta var níundi sigur Warriors-liðsins í röð og það er óhætt að segja að leikmenn GSW séu að sundurspila andstæðinga sína þessa dagana. Stephen Curry (31 stig, 9 stoðendingar), Kevin Durant (28 stig), Klay Thompson (26 stig) og Draymond Green (11 stoðsendingar, 9 fráköst) eru farnir að ná mjög vel saman og það eru ekki beint góðar fréttir fyrir mótherjana. Skytturnar þrjár voru saman með 85 stig og hittu úr 13 af 23 þriggja stiga skotum sínum. Golden State Warriors var samtals með 47 stoðsendingar í leiknum sem liðið vann með 43 stiga mun, 149-106. Liðið skoraði 80 stig í fyrri hálfleik, tapaði aðeins 10 boltum allan leikinn og hitti úr 62 prósent skota sinna. 47 stoðsendingar eru næstum því ein stoðsending á hverri mínútu en hver leikur í NBA er 48 mínútur. Hér fyrir neðan er myndband frá NBA með mörgum af þessum stoðsendingum leikmanna Golden State í nótt. Golden State liðið var með fleiri stoðsendingar í leiknum (47) en Lakers menn voru með af skotum (40). 47 stoðsendingar eru nýtt félagsmet og það mesta í NBA-deildinni síðan Phoenix Suns gaf 47 stoðsendingar 29. nóvember 1991. Golden State liðið hefur nú gefið 30 stoðsendingar í fleiri í öllum níu leikjunum ó sigurgöngunni og þeir hafa alls spilað þrettán leiki í röð með 30 stoðsendingar eða fleiri sem er NBA-met. Golden State tapaði illa fyrir San Antonio Spurs í fyrsta leik tímabilsins og svo óvænt fyrir Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna. Sá leikur var 5. nóvember en síðan hefur GSW ekki tapað leik. Golden State hefur unnið þess níu leiki frá og með 7. Nóvember með 19,2 stiga munÞessir gáfu stoðsendingar í metleiknum í nótt: Draymond Green 11 Stephen Curry 9 Kevin Durant 5 Andre Iguodala 5 Patrick McCaw 4 David West 4 Zaza Pachulia 2 Klay Thompson 2 Shaun Livingston 2 Anderson Varejao 2 Ian Clark 1The @Warriors set a new franchise record with 47 assists against the Lakers. They assisted on 47 of their 53 field goals (88.7%). pic.twitter.com/gMdhBCxRvg — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 24, 2016Warriors set a new franchise record with 47 assists tonight, the most in a game in the NBA in 25 years (11/29/91, PHO, 47 assists). — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016Golden State's 149 points & 43-point victory are both new highs against the Lakers, topping marks that were set 50 years ago (November 1966) — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016
NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn