Íslenski boltinn

Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Við erum á miðju kafi í stórum verkefnum eins og vallarmálum. Ég hef hug á því að halda áfram með þau mál og reyna að fá niðurstöðu í þau,“ sagði Geir.

Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, íhugar einnig að bjóða sig fram til formanns KSÍ en næsta ársþing Knattspyrnusambandsins fer fram í febrúar á næsta ári.

Geir segir að það hafi komið honum á óvart að Guðni sé að íhuga framboð.

„Það gerði það. Framundan eru mörg og stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking muni koma sér vel,“ sagði Geir en fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Nánar verður rætt við Geir í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Guðni íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ

Guðni Bergsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á næsta ársþingi Knattspyrnusambandsins í í febrúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×