Erlent

Vilja að Trump loki gogginum

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/AFP
Meirihluti Bandaríkjamanna er andvígur því að Donald Trump, verðandi forseti landsins, tjái sig á Twitter. Meirihluti fólks er einnig jákvæður gagnvart næstu fjórum árum undir Trump. Þetta er samkvæmt nýrri könnun háskólans í Quinnipiac sem framkvæmd var um landið allt.

Alls sögðu 59 prósent svarenda að Trump ætti að loka Twittersíðu sinni, en 35 prósent segja hann eiga að halda áfram að tísta.

Trump hefur margsinnis verið gagnrýndur fyrir tíst sín þar sem hann hefur háð opinber „Twitter-stríð“ við aðila eins og Saturday Night Live, New York Times og nú síðast leikara söngleiksins Hamilton.

59 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust vera jákvæð fyrir komandi fjórum árum en 37 prósent sögðust vera neikvæð. Þá töldu um 40 prósent að stefnur Trump myndu bæta hag þeirra, en 23 prósent töldu að þau myndu tapa á Trump sem forseta.

34 prósent sögðu að stefnur Trump myndu ekki skipta máli.

1.071 tók átt í könnunnin sem framkvæmd var 17.-20. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×