Trump kynnir fyrstu aðgerðir sínar Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi. Nordicphotos/AFP Vísir/AFP Donald Trump hefur, bæði fyrir og eftir forsetakosningar, sent frá sér ýmsar yfirlýsingar um það hver verði fyrstu verk hans í embætti. Þar á meðal ætlar hann að draga Bandaríkin út úr fjölþjóðlegum fríverslunarsamningum á borð við TPP og NAFTA. Einnig segist hann staðráðinn í að ryðja hindrunum úr vegi orkufyrirtækja, meðal annars þeirra sem vilja stunda bergbrot og kolanám. „Þetta er það sem við viljum og þetta er það sem við höfum beðið eftir,“ segir hann um þessi áherslumál. Þá ætlar hann að einfalda stjórnkerfi Bandaríkjanna og tryggja að fyrrverandi embættismenn geti ekki ráðið sig í hagsmunagæslu á vegum fyrirtækja eða erlendra ríkja. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá CNN telja 53 prósent Bandaríkjamanna að hann muni standa sig vel, eða sæmilega vel, sem forseti. Þá segjast 40 prósent hafa mikla trú á að hann standi sig vel í efnahagsmálum. CNN bendir á að Trump njóti að þessu leyti meiri stuðnings en Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan áður en þeir tóku við embætti í fyrsta sinn. Samkvæmt annarri skoðanakönnun, á vegum Pew Research, eru Bandaríkjamenn hins vegar mun svartsýnni á samskipti hvítra og svartra heldur en þeir voru fyrir átta árum, þegar Barack Obama var að búa sig undir að taka við í Hvíta húsinu. Um 46 prósent þeirra telja að samskipti hópanna muni versna, og sérstaklega óttast þeldökkir íbúar þetta því 74 prósent þeirra segjast telja að samskiptin muni versna. Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi og lofar að láta hendur standa fram úr ermum strax frá fyrsta degi. Í lok október birti hann á vefsíðu sinni svokallaðan samning við þjóðina um verk sín fyrstu hundrað dagana í embætti. Á mánudag birti hann svo myndband á YouTube þar sem hann telur upp nokkur þeirra mála sem hann ætlar að vinda sér í strax fyrsta daginn. Listinn frá því í október er töluvert ítarlegri, en þar kemur meðal annars fram að hann ætli að leggja niður fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og leggja niður ýmsar bandarískar reglur um umhverfisvernd. Hann ætlar einnig að loka á innflytjendur frá heimshlutum þar sem „tilhneiging er til hryðjuverka“ og senda úr landi ólöglega innflytjendur sem hafa brotið lög í Bandaríkjunum. Hér er einungis fátt eitt talið, en Trump þarf samþykki þingsins fyrir sumum þessara aðgerða. Aðrar getur hann þó ákveðið upp á eigin spýtur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57 Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Donald Trump hefur, bæði fyrir og eftir forsetakosningar, sent frá sér ýmsar yfirlýsingar um það hver verði fyrstu verk hans í embætti. Þar á meðal ætlar hann að draga Bandaríkin út úr fjölþjóðlegum fríverslunarsamningum á borð við TPP og NAFTA. Einnig segist hann staðráðinn í að ryðja hindrunum úr vegi orkufyrirtækja, meðal annars þeirra sem vilja stunda bergbrot og kolanám. „Þetta er það sem við viljum og þetta er það sem við höfum beðið eftir,“ segir hann um þessi áherslumál. Þá ætlar hann að einfalda stjórnkerfi Bandaríkjanna og tryggja að fyrrverandi embættismenn geti ekki ráðið sig í hagsmunagæslu á vegum fyrirtækja eða erlendra ríkja. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá CNN telja 53 prósent Bandaríkjamanna að hann muni standa sig vel, eða sæmilega vel, sem forseti. Þá segjast 40 prósent hafa mikla trú á að hann standi sig vel í efnahagsmálum. CNN bendir á að Trump njóti að þessu leyti meiri stuðnings en Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan áður en þeir tóku við embætti í fyrsta sinn. Samkvæmt annarri skoðanakönnun, á vegum Pew Research, eru Bandaríkjamenn hins vegar mun svartsýnni á samskipti hvítra og svartra heldur en þeir voru fyrir átta árum, þegar Barack Obama var að búa sig undir að taka við í Hvíta húsinu. Um 46 prósent þeirra telja að samskipti hópanna muni versna, og sérstaklega óttast þeldökkir íbúar þetta því 74 prósent þeirra segjast telja að samskiptin muni versna. Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi og lofar að láta hendur standa fram úr ermum strax frá fyrsta degi. Í lok október birti hann á vefsíðu sinni svokallaðan samning við þjóðina um verk sín fyrstu hundrað dagana í embætti. Á mánudag birti hann svo myndband á YouTube þar sem hann telur upp nokkur þeirra mála sem hann ætlar að vinda sér í strax fyrsta daginn. Listinn frá því í október er töluvert ítarlegri, en þar kemur meðal annars fram að hann ætli að leggja niður fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og leggja niður ýmsar bandarískar reglur um umhverfisvernd. Hann ætlar einnig að loka á innflytjendur frá heimshlutum þar sem „tilhneiging er til hryðjuverka“ og senda úr landi ólöglega innflytjendur sem hafa brotið lög í Bandaríkjunum. Hér er einungis fátt eitt talið, en Trump þarf samþykki þingsins fyrir sumum þessara aðgerða. Aðrar getur hann þó ákveðið upp á eigin spýtur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57 Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57
Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27