Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Snærós Sindradóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 23. nóvember 2016 00:01 Katrín Jakobsdóttir segir flokkinn opinn fyrir því að ræða hærri hátekjumörk en 1,5 milljónir króna. Öll slík mörk séu til umræðu í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. vísir/eyþór Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03