Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Snærós Sindradóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 23. nóvember 2016 00:01 Katrín Jakobsdóttir segir flokkinn opinn fyrir því að ræða hærri hátekjumörk en 1,5 milljónir króna. Öll slík mörk séu til umræðu í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. vísir/eyþór Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Það ræðst á allra næstu dögum, hugsanlega í dag, hvort stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu formanns VG verði haldið áfram. Fram hefur komið að áherslur flokkanna í skattamálum eru ólíkar, en jafnframt er tekist á um fleiri atriði. „Við metum það þannig að það vanti nítján milljarða inn í heilbrigðiskerfið á næstu árum til viðbótar við ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar. Þeir fjármunir vaxa ekki á trjánum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um skattahugmyndir flokksins. Katrín segir að ekki standi til að hækka skatta á fólk með meðaltekjur. „Við höfum talað fyrir hátekjuþrepi og miðuðum við eina og hálfa milljón í mánaðarlaun en erum algjörlega opin fyrir því að þau mörk geti legið ofar,“ segir Katrín og nefnir sem dæmi að til greina komi að skoða hátekjuskatt á fólk með yfir tvær milljónir í mánaðarlaun. Í tíð síðustu vinstristjórnar var lagður á tímabundinn auðlegðarskattur, eða stóreignaskattur, sem miðaðist við hreina eign hjóna sem væri 100 milljónir króna og hreina eign einstaklings frá 75 milljónum króna að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskattstofninn var þá 1,5 prósent. Þá voru dæmi þess að fólk, sérstaklega eldri borgarar, sem átti hús sitt skuldlaust en hafði engar atvinnutekjur féll undir viðmið auðlegðarskattsins og þurfti jafnvel að skuldsetja sig til að eiga fyrir skattinum. Katrín segir að reynt yrði að fyrirbyggja það í þetta sinn. „Við höfum talað fyrir stóreignaskatti þar sem heimilið væri undanskilið. Við erum að horfa til þeirra sem eiga mjög mikil auðæfi. Það er alltaf meiri og meiri auður að safnast á færri hendur.“ Katrín segir tvær ástæður fyrir því að Vinstri græn vilji leggjast í þessa skattheimtu. „Við töluðum fyrir því að fara í tekjuöflun til að setja þessar tekjur inn í heilbrigðiskerfið. Hins vegar snýst þetta svo líka um kerfisbreytingar til að auka jöfnuð.“ Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir er rík krafa um kerfisbreytingar í sjávarútvegi og að auka álögur á ferðaþjónustuna. Katrín segir að þær álögur komi ekki til með að duga fyrir þeim útgjöldum sem lofað var í aðdraganda kosninga. „Það eru allir búnir að lofa talsverðum útgjöldum til þess að byggja upp heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, samgöngur og fleira. Við erum með útfærðar hugmyndir um hvernig megi afla þeirra tekna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir: Gerum þetta eins vel og við getum 21. nóvember 2016 20:00 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi 22. nóvember 2016 19:03