NBA: Átta sigrar í röð hjá Golden State | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 07:09 Kevin Durant, Klay Thompson og Steph Curry. Vísir/Getty Golden State Warriors lítur betur út með hverjum leik, San Antonio Spurs landaði sjötta sigrinum í röð og Los Angeles Clippers hefur nú unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Fullt af leikjum fóru fram í nótt.Klay Thompson skoraði 25 stig á 26 mínútum og Stephen Curry bætti við 22 stigum þegar Golden State Warriors vann auðveldan 37 stiga sigur á Indiana Pacers, 120-83. Steve Kerr, þjálfari Golden State, hvíldi alla byrjunarliðsmenn sína í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors hefur nú unnið átta leiki í röð og alls 12 af 14 leikjum sínum á leiktíðinni. Kevin Durant var með 14 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Ein flottasta tölfræðin í sigurgöngunni er að Golden State liðið er búið að gefa að minnsta kosti 30 stoðsendingar í öllum átta leikjunum. Það munaði mikið um það fyrir Indiana að Paul George, Myles Turner og C.J. Miles voru allir frá vegna meiðsla. Rodney Stuckey skoraði mest fyrir Pacers eða 21 stig.Kawhi Leonard skoraði 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 96-91 sigur á Dallas Mavericks. Þetta var sjötti sigur Spurs-liðsins í röð. Pau Gasol var með 16 stig og 8 fráköst og Patty Mills kom með 17 stig inn af bekknum.. Seth Curry, bróðir Steph Curry, skoraði 23 stig fyrir Dallas eða meira en bróðir sinn þetta kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs og Dallas hefur nú tapað 11 af fyrstu 13 leikjum sínum. Þetta er versta byrjun Dallas frá 1993-94 tímabilinu. Gregg Popovich gat leyft sér að hvíla bæði LaMarcus Aldridge og Tony Parkerí leiknum.Chris Paul var með 26 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann átta stiga sigur á Toronto Raptors 123-115 en þetta var tíundi sigur liðsins í ellefu leikjum. Blake Griffin var einnig með 26 stig auk 7 frákasta og 7 stoðsendinga. JJ Reddick skoraði líka 20 stig fyrir Clippers-liðið og það úr aðeins 7 skotum. Hann nýtti öll níu vítin sín. Deandre Jordan var með 17 stig og 15 fráköst. Kyle Lowry var með 27 stig fyrir Toronto og Demar DeRozan skoraði 25 stig. Þeir voru báðir með 7 stoðsendingar í leiknum.Giannis Antetokounmpo var með þrennu fyrir Milwaukee Bucks í 93-89 sigri á Orlando Magic. Antetokounmpo endaði með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar auk þess að stela fimm boltum og verja þrjú skot. Jabari Parker skoraði 22 stig fyrir Milwaukee en Serge Ibaka var stighæstur hjá Orlando með 21 stig.James Harden var með 28 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Houston Rockets vann 99-96 útisigur á Detroit Pistons. Clint Capela bætti við 15 stigum og 12 fráköstum í þessum þriðja sigri Houston Rockets í röð.Isaiah Thomas skoraði 29 stig í endurkomusigri Boston Celtics á móti Minnesota Timberwolves, 99-93. Boston-liðið var þrettán stigum undir fyrir fjórða leikhlutann en byrjaði lokaleikhlutann á 17-0 spretti. Al Horford bætti við 20 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves.Mike Conley skoraði 31 stig þegar Memphis Grizzlies vann 105-90 útisigur á Charlotte Hornets og Marc Gasol gældi við þrennuna með 13 stigum. 9 stoðsendingum og 8 fráköstum. Frank Kaminsky skoraði 23 stig fyrir Charlotte.Joel Embiid var með 22 stig fyrir Philadelphia 76ers í 101-94 heimasigri á Miami Heat en Sixers-liðið hefur nú unnið fjóra heimaleiki í röð og er allt að koma til. Hassan Whiteside skoraði 32 stig fyrir Miami en það dugði skammt.Bradley Beal fylgdi eftir 34 stiga leik á móti Miami á laugardaginn með því að skora 42 stig fyrir Washington Wizards í fimm stiga sigri á Phoenix Suns, 106-101.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA: San Antonio Spurs - Dallas Mavericks 96-91 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 93-89 Minnesota Timberwolves - Boston Celtics 93-99 Detroit Pistons - Houston Rockets 96-99 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 90-105 Indiana Pacers - Golden State Warriors 83-120 Philadelphia 76ers - Miami Heat 101-94 Washington Wizards - Phoenix Suns 106-101 Los Angeles Clippers- Toronto Raptors 123-115 NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Golden State Warriors lítur betur út með hverjum leik, San Antonio Spurs landaði sjötta sigrinum í röð og Los Angeles Clippers hefur nú unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Fullt af leikjum fóru fram í nótt.Klay Thompson skoraði 25 stig á 26 mínútum og Stephen Curry bætti við 22 stigum þegar Golden State Warriors vann auðveldan 37 stiga sigur á Indiana Pacers, 120-83. Steve Kerr, þjálfari Golden State, hvíldi alla byrjunarliðsmenn sína í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors hefur nú unnið átta leiki í röð og alls 12 af 14 leikjum sínum á leiktíðinni. Kevin Durant var með 14 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Ein flottasta tölfræðin í sigurgöngunni er að Golden State liðið er búið að gefa að minnsta kosti 30 stoðsendingar í öllum átta leikjunum. Það munaði mikið um það fyrir Indiana að Paul George, Myles Turner og C.J. Miles voru allir frá vegna meiðsla. Rodney Stuckey skoraði mest fyrir Pacers eða 21 stig.Kawhi Leonard skoraði 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 96-91 sigur á Dallas Mavericks. Þetta var sjötti sigur Spurs-liðsins í röð. Pau Gasol var með 16 stig og 8 fráköst og Patty Mills kom með 17 stig inn af bekknum.. Seth Curry, bróðir Steph Curry, skoraði 23 stig fyrir Dallas eða meira en bróðir sinn þetta kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs og Dallas hefur nú tapað 11 af fyrstu 13 leikjum sínum. Þetta er versta byrjun Dallas frá 1993-94 tímabilinu. Gregg Popovich gat leyft sér að hvíla bæði LaMarcus Aldridge og Tony Parkerí leiknum.Chris Paul var með 26 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann átta stiga sigur á Toronto Raptors 123-115 en þetta var tíundi sigur liðsins í ellefu leikjum. Blake Griffin var einnig með 26 stig auk 7 frákasta og 7 stoðsendinga. JJ Reddick skoraði líka 20 stig fyrir Clippers-liðið og það úr aðeins 7 skotum. Hann nýtti öll níu vítin sín. Deandre Jordan var með 17 stig og 15 fráköst. Kyle Lowry var með 27 stig fyrir Toronto og Demar DeRozan skoraði 25 stig. Þeir voru báðir með 7 stoðsendingar í leiknum.Giannis Antetokounmpo var með þrennu fyrir Milwaukee Bucks í 93-89 sigri á Orlando Magic. Antetokounmpo endaði með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar auk þess að stela fimm boltum og verja þrjú skot. Jabari Parker skoraði 22 stig fyrir Milwaukee en Serge Ibaka var stighæstur hjá Orlando með 21 stig.James Harden var með 28 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Houston Rockets vann 99-96 útisigur á Detroit Pistons. Clint Capela bætti við 15 stigum og 12 fráköstum í þessum þriðja sigri Houston Rockets í röð.Isaiah Thomas skoraði 29 stig í endurkomusigri Boston Celtics á móti Minnesota Timberwolves, 99-93. Boston-liðið var þrettán stigum undir fyrir fjórða leikhlutann en byrjaði lokaleikhlutann á 17-0 spretti. Al Horford bætti við 20 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves.Mike Conley skoraði 31 stig þegar Memphis Grizzlies vann 105-90 útisigur á Charlotte Hornets og Marc Gasol gældi við þrennuna með 13 stigum. 9 stoðsendingum og 8 fráköstum. Frank Kaminsky skoraði 23 stig fyrir Charlotte.Joel Embiid var með 22 stig fyrir Philadelphia 76ers í 101-94 heimasigri á Miami Heat en Sixers-liðið hefur nú unnið fjóra heimaleiki í röð og er allt að koma til. Hassan Whiteside skoraði 32 stig fyrir Miami en það dugði skammt.Bradley Beal fylgdi eftir 34 stiga leik á móti Miami á laugardaginn með því að skora 42 stig fyrir Washington Wizards í fimm stiga sigri á Phoenix Suns, 106-101.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA: San Antonio Spurs - Dallas Mavericks 96-91 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 93-89 Minnesota Timberwolves - Boston Celtics 93-99 Detroit Pistons - Houston Rockets 96-99 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 90-105 Indiana Pacers - Golden State Warriors 83-120 Philadelphia 76ers - Miami Heat 101-94 Washington Wizards - Phoenix Suns 106-101 Los Angeles Clippers- Toronto Raptors 123-115
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira