Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Snærós Sindradóttir skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00
Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01