Erlent

Stuðningsmaður Trump truflaði sýningu á Hamilton

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni "innflytjendur, við komum hlutunum í verk.“
Á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni "innflytjendur, við komum hlutunum í verk.“ Vísir/GETTY
„Við unnum! Þið töpuðuð! Fokkið ykkur!“ Þetta hrópaði stuðningsmaður Donalds Trump á sýningu á söngleiknum Hamilton í Chicago í gærkvöldi. Að sögn The Independent á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni „innflytjendur, við komum hlutunum í verk,“ og viðbörgðum áhorfenda, sem fögnuðu mikið. Var honum vísað á dyr.

Donald Trump krafðist í gær afsökunarbeiðni frá leikhóp söngleiksins í New York. Ástæða var sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni á föstudagskvöld, en hann var þar á meðal gesta.

„Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll,“ sagði Brandon Victor Dixon á föstudagskvöld. Dixon fer með hlutverk Aaron Burr í sýningunni sem var varaforseti Bandaríkjanna 1801-1805.

Sjálfur segist Pence ekki hafa móðgast við ræðu leikarans en Trump brást ókvæða við á Twitter síðu sinni.

„Leikhúsið á að vera öruggur og einstakur staður. Leikarar Hamilton voru mjög dónalegir í gær við mjög góðan mann, Mike Pence. Biðjist afsökunar!“ skrifaði Trump meðal annars.

Höfundir Hamilton , Lin-Manuel Miranda, sagðist hins vegar vera stoltur af Dixon.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×