Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2016 06:00 Fjölskylda Friðriks Rúnars tók á móti honum við Landspítalann í Fossvogi eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með hann. vísir/friðrik þór Ein fjölmennasta leitaraðgerð Landsbjargar frá upphafi fór fram um helgina þegar 450 björgunarsveitarmenn, frá nær öllum landshornum, leituðu Friðriks Rúnars Garðarssonar sem skilaði sér ekki til byggða eftir rjúpnaveiði á Einarsstöðum á Héraði á föstudagskvöld. Friðrik fannst heill á húfi í gærmorgunn. Álíka mannmargar leitir hafa allar spannað lengra leitartímabil. „Það bættist um metri af snjó við á meðan við vorum að leita. Landið var erfitt yfirferðar sökum þess auk þess að mikið var um bratta, kjarr og kletta,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar á Austurlandi. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Egilstöðum fyrir leitarmenn en þar gistu á annað hundrað manns. „Það var strax tekin ákvörðun um að hefja fjölmenna leit og sífellt bætt í til að tryggja á svæðinu væri óþreytt fólk að leita,“ segir Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Meðan það er von þá leitum við og menn voru ekki vonlitlir á að hann finndist á lífi.“ Friðrik var vel útbúinn að öðru leiti en því að hann skorti fjarksiptatæki til að láta vita af sér. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur. Með honum í för var Labrador hundur en þeir héldu hita á hvor öðrum í mesta kuldanum. „Þetta var allur tilfinningaskalinn,“ segir Garðar Sigurvaldason faðir Friðriks Rúnars. Garðar var í Reykjavík þegar hann fékk fréttir af leitinni á föstudegi en flaug austur morguninn eftir. „Maður var agalega kvíðinn, listarlaus og ómögulegur. Hugur manns flakkaði frá fullkominni björgun yfir í það að maður myndi ekki sjá hann aftur.“ Garðar var í stjórnstöðinni á Egilsstöðum þegar fréttin um fund sonar hans barst þangað. „Maður hafði ímyndað sér hræðilega hluti og gríðarlega ógnvekjandi verkefni framundan. Sem betur fer snerist það í eintóma hamingju. Ég nánast „flikk flakkaði“ afturábak, öskraði og veinaði,“ segir Garðar. Það sem snart Garðar mest var að vinir sonar hans flykktust á Egilsstaði. Menn komu frá Dalvík, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Reykjavík að ógleymdum þyrluskíðamönnum úr Skíðadal. „Það var áberandi hve samstaðan var ofboðslega mikil og allir lögðust á eitt að veita andlegan stuðning.“ Markmið fararinnar var að veiða rjúpu og það tókst. „Hann veiddi eina rjúpu sem hann notaði sem kodda í báðum snjóbyrgjunum,“ segir Garðar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Ein fjölmennasta leitaraðgerð Landsbjargar frá upphafi fór fram um helgina þegar 450 björgunarsveitarmenn, frá nær öllum landshornum, leituðu Friðriks Rúnars Garðarssonar sem skilaði sér ekki til byggða eftir rjúpnaveiði á Einarsstöðum á Héraði á föstudagskvöld. Friðrik fannst heill á húfi í gærmorgunn. Álíka mannmargar leitir hafa allar spannað lengra leitartímabil. „Það bættist um metri af snjó við á meðan við vorum að leita. Landið var erfitt yfirferðar sökum þess auk þess að mikið var um bratta, kjarr og kletta,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar á Austurlandi. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Egilstöðum fyrir leitarmenn en þar gistu á annað hundrað manns. „Það var strax tekin ákvörðun um að hefja fjölmenna leit og sífellt bætt í til að tryggja á svæðinu væri óþreytt fólk að leita,“ segir Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Meðan það er von þá leitum við og menn voru ekki vonlitlir á að hann finndist á lífi.“ Friðrik var vel útbúinn að öðru leiti en því að hann skorti fjarksiptatæki til að láta vita af sér. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur. Með honum í för var Labrador hundur en þeir héldu hita á hvor öðrum í mesta kuldanum. „Þetta var allur tilfinningaskalinn,“ segir Garðar Sigurvaldason faðir Friðriks Rúnars. Garðar var í Reykjavík þegar hann fékk fréttir af leitinni á föstudegi en flaug austur morguninn eftir. „Maður var agalega kvíðinn, listarlaus og ómögulegur. Hugur manns flakkaði frá fullkominni björgun yfir í það að maður myndi ekki sjá hann aftur.“ Garðar var í stjórnstöðinni á Egilsstöðum þegar fréttin um fund sonar hans barst þangað. „Maður hafði ímyndað sér hræðilega hluti og gríðarlega ógnvekjandi verkefni framundan. Sem betur fer snerist það í eintóma hamingju. Ég nánast „flikk flakkaði“ afturábak, öskraði og veinaði,“ segir Garðar. Það sem snart Garðar mest var að vinir sonar hans flykktust á Egilsstaði. Menn komu frá Dalvík, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Reykjavík að ógleymdum þyrluskíðamönnum úr Skíðadal. „Það var áberandi hve samstaðan var ofboðslega mikil og allir lögðust á eitt að veita andlegan stuðning.“ Markmið fararinnar var að veiða rjúpu og það tókst. „Hann veiddi eina rjúpu sem hann notaði sem kodda í báðum snjóbyrgjunum,“ segir Garðar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
„Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30
Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34
Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent