Hamskipti Haukanna í handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2016 06:30 Haukar fagna Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Aftureldingu í oddaleik í vor. vísir/vilhelm Fyrir aðeins fimmtíu dögum sátu Haukarnir í fallsæti Olís-deildarinnar með aðeins fjögur stig í húsi af fjórtán mögulegum. Íslandsmeistararnir voru búnir að tapa fimm af sjö fyrstu leikjum sínum og höfðu fengið á sig 31 mark að meðaltali í leik. Það er því ekkert skrítið að þjálfarinn Gunnar Magnússon hafi sofið illa þessa daga í september og október þegar meistaraliðið var nánast óþekkjanlegt úti á gólfinu. Nú, sjö vikum síðar, hafa hans menn farið í gegnum algjör hamskipti og nú síðast unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum á efstu liðum deildarinnar. Hvernig fór hann að þessu?Framleikurinn vekjaraklukkan Gunnar segir að vekjaraklukkan hafi farið í gang eftir 41-37 tap á móti Fram á heimavelli í lok september. „Við héldum alltaf fram að því að þetta væri að koma og væri að koma. Eftir það tap, þar sem við fengum á okkur 41 mark, þá áttum við okkur á vandamálinu að við værum bara lélegir og þyrftum að spýta verulega í lófana,“ segir Gunnar. Það fór ekki fram hjá mörgum að varnarleikurinn var akkillesarhæll liðsins í upphafi móts. „Við vorum í miklum vandræðum með vörnina hjá okkur. Við vorum með nýja leikmenn í nýjum stöðum sem tók smá tíma,“ segir Gunnar og bendir á eina tölfræði sem sýnir vel muninn á varnarleiknum. „Við erum búnir að tvöfalda fjöldann hjá okkur í fríköstum frá þessum Framleik. Það sýnir líka baráttuna og hugarástandið. Fá meiri baráttu og fá fleiri fríköst. Við erum búnir að tvöfalda fjölda hraðaupphlaupa og tvöfalda fjölda fríkasta sem við höfum fengið á okkur með því að bæta þessa vörn. Um leið og vörnin hefur skánað hjá okkur þá hefur markvarslan líka verið betri,“ segir Gunnar. „Ég sagði það eftir þennan septembermánuð, þar sem við gátum ekki rassgat, að ég héldi að við kæmum bara sterkari út úr þessu. Í öllu þessu mótlæti, þegar við töpuðum fimm leikjum af sjö, þá var aldrei einhver örvænting og aldrei datt mórallinn niður. Við umturnuðum engu. Við vissum bara að við vorum lélegir og að við þyrftum að leggja harðar að okkur,“ segir Gunnar. Hann hugsaði þó um lítið annað en hvað hann gæti gert.grafík/fréttablaðiðSvaf ekki rólegur „Ég svaf ekkert rólegur á meðan liðið spilaði mjög illa. Mér stóð ekki á sama því ég fékk það til að virka sem við vorum að fara með inn í leikina. Ég lagði þá bara helmingi meira á mig eins og strákarnir. Ég vann bara myrkranna á milli til að finna lausnir og hvernig ég gæti snúið þessu við,“ sagði Gunnar og hann breytti nokkrum hlutum. Gunnar veltir einnig upp möguleikanum á að hans menn hafi verið saddir eftir velgengni síðustu ára. „Eitt af því sem ég skynjaði eftir þennan Framleik var að mér fannst við ekki ná því að gíra okkur inn í leikina. Mér fannst við vera í mjög góðu formi og það var því ekki vandamálið. Við náðum ekki að gíra okkur almennilega inn í þessa leiki,“ segir Gunnar og bætir við: „Margir í liðinu voru búnir að vinna tvö ár í röð og umræðan var síðan þannig að við værum langbestir og í undirmeðvitundinni héldu menn að þetta kæmi svolítið af sjálfu sér.“ Það var magnað að fylgjast með Haukalestinni á fullri ferð fyrr í þessum mánuðum þegar liðið vann fjögur topplið í deildinni með meira en 40 mörkum samanlagt.Koma sterkari út úr þessu „Við erum búnir að bæta okkar leik meira með því að fara í alla þessa vinnu innan og utan vallar. Við komum sterkari út úr þessu af því að við tókum á vandamálunum. Við vorum bara lélegir og hin liðin voru bara betri en við í byrjun október,“ segir Gunnar. Næsti leikur er einmitt á móti Fram í kvöld. Mótherjar kvöldsins voru vekjaraklukka Haukaliðsins fyrir tveimur mánuðum en hvernig verður framhaldið nú þegar allt er komið í lag? „Við erum ekkert komnir á þann stað sem við viljum vera á í deildinni. Við erum alls ekkert sáttir við stöðuna enn, því okkur langar að sjálfsögðu að komast á toppinn. Þangað stefnum við og við erum ekkert sáttir þangað til,“ segir Gunnar. Hann sér hungrið og leikgleðina aftur í sínum mönnum.Sér það í augunum á þeim „Inni í klefa, þegar við erum að fara í leikina, þá sér maður bara í augunum á mönnum hvort þeir eru tilbúnir. Maður þarf ekkert að öskra þá í gang lengur því maður sér það bara að þeir eru tilbúnir. Það er allt annað að horfa á liðið í dag,“ segir Gunnar. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Fyrir aðeins fimmtíu dögum sátu Haukarnir í fallsæti Olís-deildarinnar með aðeins fjögur stig í húsi af fjórtán mögulegum. Íslandsmeistararnir voru búnir að tapa fimm af sjö fyrstu leikjum sínum og höfðu fengið á sig 31 mark að meðaltali í leik. Það er því ekkert skrítið að þjálfarinn Gunnar Magnússon hafi sofið illa þessa daga í september og október þegar meistaraliðið var nánast óþekkjanlegt úti á gólfinu. Nú, sjö vikum síðar, hafa hans menn farið í gegnum algjör hamskipti og nú síðast unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum á efstu liðum deildarinnar. Hvernig fór hann að þessu?Framleikurinn vekjaraklukkan Gunnar segir að vekjaraklukkan hafi farið í gang eftir 41-37 tap á móti Fram á heimavelli í lok september. „Við héldum alltaf fram að því að þetta væri að koma og væri að koma. Eftir það tap, þar sem við fengum á okkur 41 mark, þá áttum við okkur á vandamálinu að við værum bara lélegir og þyrftum að spýta verulega í lófana,“ segir Gunnar. Það fór ekki fram hjá mörgum að varnarleikurinn var akkillesarhæll liðsins í upphafi móts. „Við vorum í miklum vandræðum með vörnina hjá okkur. Við vorum með nýja leikmenn í nýjum stöðum sem tók smá tíma,“ segir Gunnar og bendir á eina tölfræði sem sýnir vel muninn á varnarleiknum. „Við erum búnir að tvöfalda fjöldann hjá okkur í fríköstum frá þessum Framleik. Það sýnir líka baráttuna og hugarástandið. Fá meiri baráttu og fá fleiri fríköst. Við erum búnir að tvöfalda fjölda hraðaupphlaupa og tvöfalda fjölda fríkasta sem við höfum fengið á okkur með því að bæta þessa vörn. Um leið og vörnin hefur skánað hjá okkur þá hefur markvarslan líka verið betri,“ segir Gunnar. „Ég sagði það eftir þennan septembermánuð, þar sem við gátum ekki rassgat, að ég héldi að við kæmum bara sterkari út úr þessu. Í öllu þessu mótlæti, þegar við töpuðum fimm leikjum af sjö, þá var aldrei einhver örvænting og aldrei datt mórallinn niður. Við umturnuðum engu. Við vissum bara að við vorum lélegir og að við þyrftum að leggja harðar að okkur,“ segir Gunnar. Hann hugsaði þó um lítið annað en hvað hann gæti gert.grafík/fréttablaðiðSvaf ekki rólegur „Ég svaf ekkert rólegur á meðan liðið spilaði mjög illa. Mér stóð ekki á sama því ég fékk það til að virka sem við vorum að fara með inn í leikina. Ég lagði þá bara helmingi meira á mig eins og strákarnir. Ég vann bara myrkranna á milli til að finna lausnir og hvernig ég gæti snúið þessu við,“ sagði Gunnar og hann breytti nokkrum hlutum. Gunnar veltir einnig upp möguleikanum á að hans menn hafi verið saddir eftir velgengni síðustu ára. „Eitt af því sem ég skynjaði eftir þennan Framleik var að mér fannst við ekki ná því að gíra okkur inn í leikina. Mér fannst við vera í mjög góðu formi og það var því ekki vandamálið. Við náðum ekki að gíra okkur almennilega inn í þessa leiki,“ segir Gunnar og bætir við: „Margir í liðinu voru búnir að vinna tvö ár í röð og umræðan var síðan þannig að við værum langbestir og í undirmeðvitundinni héldu menn að þetta kæmi svolítið af sjálfu sér.“ Það var magnað að fylgjast með Haukalestinni á fullri ferð fyrr í þessum mánuðum þegar liðið vann fjögur topplið í deildinni með meira en 40 mörkum samanlagt.Koma sterkari út úr þessu „Við erum búnir að bæta okkar leik meira með því að fara í alla þessa vinnu innan og utan vallar. Við komum sterkari út úr þessu af því að við tókum á vandamálunum. Við vorum bara lélegir og hin liðin voru bara betri en við í byrjun október,“ segir Gunnar. Næsti leikur er einmitt á móti Fram í kvöld. Mótherjar kvöldsins voru vekjaraklukka Haukaliðsins fyrir tveimur mánuðum en hvernig verður framhaldið nú þegar allt er komið í lag? „Við erum ekkert komnir á þann stað sem við viljum vera á í deildinni. Við erum alls ekkert sáttir við stöðuna enn, því okkur langar að sjálfsögðu að komast á toppinn. Þangað stefnum við og við erum ekkert sáttir þangað til,“ segir Gunnar. Hann sér hungrið og leikgleðina aftur í sínum mönnum.Sér það í augunum á þeim „Inni í klefa, þegar við erum að fara í leikina, þá sér maður bara í augunum á mönnum hvort þeir eru tilbúnir. Maður þarf ekkert að öskra þá í gang lengur því maður sér það bara að þeir eru tilbúnir. Það er allt annað að horfa á liðið í dag,“ segir Gunnar.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira