Að finna jólin innra með sér Sigríður Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:45 "Einar er kannski einrænn einfeldningur og hrakfallabálkur en hann er klárlega með hjartað á réttum stað,“ segir í dómnum. Vísir/Eyþór Leikhús Borgarleikhúsið Leikari, leikstjóri og höfundur: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing og hljóðhönnun: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Einar heldur mikið upp á jólin. Einar er oftar en ekki einn á jólunum. En Einari þykir það bara allt í lagi, hann er sjálfum sér nógur. Þó er hann ekki alveg tilbúinn til að eyða jólunum einn uppi á háalofti en þar festist hann óvart í leit sinni að jólaskrautinu. Borgarleikhúsið býður áhorfendum á öllum aldri upp á litla jólasýningu á Litla sviðinu en Jólaflækja var frumsýnd um síðastliðna helgi. Potturinn, pannan, jólaskrautið og aðalsprautan í sýningunni er Bergur Þór Ingólfsson sem ekki einungis leikur Einar heldur skrifar líka handritið og leikstýrir. Ekki eru neinar ýkjur að kalla Berg Þór einn af fjölhæfustu og bestu sviðslistamönnum landsins um þessar mundir. Hér er hann í essinu sínu þar sem hann sleppir sínu innra barni lausu. Líkamsbeiting hans er með eindæmum góð en hann geiflar sig af öllum kröftum og nánast líður um sviðið, þarna kemur vinna hans með trúðleik á síðustu árum sér vel. Góðri raddbeitingu hans í hlutverki vinalega sögumannsins sem hjálpar Einari ljúflega að komast úr hverri klípunni á fætur annarri verður líka að hrósa. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé með einfaldasta sniði þá er uppbygging sýningarinnar virkilega vel úthugsuð, þó að endirinn hafi verið fremur endasleppur. Framvindan byggist á einföldu vandamáli og lausnir eru prufaðar með bráðfyndnum afleiðingum. Litlar senur springa út eins og litríkar jólastjörnur og Bergur Þór skilur að tímasetning er lykillinn að skopleik. Jólaflækja er eins og heimboð með gömlum vinum þrátt fyrir að Einar sé eini heimilismaðurinn. Hér glittir oft í gamla takta frá klassískum kvikmyndastjörnum og hæfileikamönnum á borð við Buster Keaton, Charlie Chaplin og Gene Kelly. Slík menningarmenntun er börnum virkilega dýrmæt og verður vonandi til þess að kveikja áhuga þeirra á klassískum söngleikjum og grínmyndum þögla tímabilsins. Móeiður Helgadóttir sér um bæði leikmynd og búninga af sinni alkunnu lagni og hugviti. Þá eru leikmunirnir sérstaklega eftirtektarverðir en margir þeirra eru hannaðir til að sinna fleiri en einu hlutverki. Þarna skín góð samvinna hennar og Bergs í gegn: gömul Rafha-eldavél verður leiksvið, föðurland breytist í brúður og jólaskreytingar umbreytast í glitrandi peysu, svo mætti lengi telja. Tónlistin er í höndum Garðars og Bergs en söngtextarnir eru eftir leikarann. Lögin eru tvö og eru vel samin en hefðu jafnvel mátt vera fleiri. Hljóðmynd Garðars er fallega samansett og látlaus en dásamlegasta innslagið var þó endurtekning á lítilli laglínu úr Hnotubrjóti Tsjaíkovskíjs sem bæði setti tóninn fyrir andrúmsloft sýningarinnar og var ljúf áminning um jólaandann. Einar er kannski einrænn einfeldningur og hrakfallabálkur en hann er klárlega með hjartað á réttum stað. Hið argasta fúlegg getur ekki annað en brosað í návist hans. Jólaflækja er innileg án þess að vera of væmin, fimmaurabrandararnir eru aldrei ódýrir og boðskapurinn hollur áhorfendum á öllum aldri.Niðurstaða: Jólaflækja bræðir skammdegið í burtu og býður gleðinni heim. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016. Leikhús Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Borgarleikhúsið Leikari, leikstjóri og höfundur: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing og hljóðhönnun: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Einar heldur mikið upp á jólin. Einar er oftar en ekki einn á jólunum. En Einari þykir það bara allt í lagi, hann er sjálfum sér nógur. Þó er hann ekki alveg tilbúinn til að eyða jólunum einn uppi á háalofti en þar festist hann óvart í leit sinni að jólaskrautinu. Borgarleikhúsið býður áhorfendum á öllum aldri upp á litla jólasýningu á Litla sviðinu en Jólaflækja var frumsýnd um síðastliðna helgi. Potturinn, pannan, jólaskrautið og aðalsprautan í sýningunni er Bergur Þór Ingólfsson sem ekki einungis leikur Einar heldur skrifar líka handritið og leikstýrir. Ekki eru neinar ýkjur að kalla Berg Þór einn af fjölhæfustu og bestu sviðslistamönnum landsins um þessar mundir. Hér er hann í essinu sínu þar sem hann sleppir sínu innra barni lausu. Líkamsbeiting hans er með eindæmum góð en hann geiflar sig af öllum kröftum og nánast líður um sviðið, þarna kemur vinna hans með trúðleik á síðustu árum sér vel. Góðri raddbeitingu hans í hlutverki vinalega sögumannsins sem hjálpar Einari ljúflega að komast úr hverri klípunni á fætur annarri verður líka að hrósa. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé með einfaldasta sniði þá er uppbygging sýningarinnar virkilega vel úthugsuð, þó að endirinn hafi verið fremur endasleppur. Framvindan byggist á einföldu vandamáli og lausnir eru prufaðar með bráðfyndnum afleiðingum. Litlar senur springa út eins og litríkar jólastjörnur og Bergur Þór skilur að tímasetning er lykillinn að skopleik. Jólaflækja er eins og heimboð með gömlum vinum þrátt fyrir að Einar sé eini heimilismaðurinn. Hér glittir oft í gamla takta frá klassískum kvikmyndastjörnum og hæfileikamönnum á borð við Buster Keaton, Charlie Chaplin og Gene Kelly. Slík menningarmenntun er börnum virkilega dýrmæt og verður vonandi til þess að kveikja áhuga þeirra á klassískum söngleikjum og grínmyndum þögla tímabilsins. Móeiður Helgadóttir sér um bæði leikmynd og búninga af sinni alkunnu lagni og hugviti. Þá eru leikmunirnir sérstaklega eftirtektarverðir en margir þeirra eru hannaðir til að sinna fleiri en einu hlutverki. Þarna skín góð samvinna hennar og Bergs í gegn: gömul Rafha-eldavél verður leiksvið, föðurland breytist í brúður og jólaskreytingar umbreytast í glitrandi peysu, svo mætti lengi telja. Tónlistin er í höndum Garðars og Bergs en söngtextarnir eru eftir leikarann. Lögin eru tvö og eru vel samin en hefðu jafnvel mátt vera fleiri. Hljóðmynd Garðars er fallega samansett og látlaus en dásamlegasta innslagið var þó endurtekning á lítilli laglínu úr Hnotubrjóti Tsjaíkovskíjs sem bæði setti tóninn fyrir andrúmsloft sýningarinnar og var ljúf áminning um jólaandann. Einar er kannski einrænn einfeldningur og hrakfallabálkur en hann er klárlega með hjartað á réttum stað. Hið argasta fúlegg getur ekki annað en brosað í návist hans. Jólaflækja er innileg án þess að vera of væmin, fimmaurabrandararnir eru aldrei ódýrir og boðskapurinn hollur áhorfendum á öllum aldri.Niðurstaða: Jólaflækja bræðir skammdegið í burtu og býður gleðinni heim. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016.
Leikhús Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira