Langar þig að vita hversu góður leikmaður Larry Bird var? | Sjáðu þetta myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 23:30 Larry Bird. Mynd/Samsett frá Getty Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan. NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn