Ætla að halda viðræðum áfram um helgina Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2016 18:06 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fundi forystumanna Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lauk klukkan hálfsex í dag og hafa þeir tekið ákvörðun um að halda óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum áfram yfir helgina. Þetta segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar í samtali við fréttastofu. Á fundinum í dag stóð til að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Forystumenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fóru með tillögu inn á fundinn sem byggir á hugmyndum þessara flokka um uppboð 3-4 prósent aflaheimilda í sjávarútvegi og sérstökum nýtingarsamningum eftir uppboð sem myndu gilda í 25-33 ár. Benedikt segir að ekki hafi tekist að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmál þar sem mestur tími hafi farið í ríkisfjármálin. „Við tókum saman okkar skoðanir í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum og dreifðum því á fundinum en það var ekki rætt sérstaklega. Við vorum aðallega að ræða ríkisfjármálin.“Þið hafið ekki fengið viðbrögð hinna flokkanna við tillögu ykkar í Viðreisn og Bjartri framtíð um uppboðsleið og nýtingarsamninga til 25-33 ára? „Nei, við höfum ekki fengið nein viðbrögð við því. Við ákváðum núna að halda þessu spjalli áfram um helgina. Þetta hafa verið gagnlegar viðræður og menn hafa komið mjög lausnamiðaðir að borðinu. Það hefur haft mikið að segja að flokkarnir fjórir voru búnir að ræða saman í síðustu viku og voru komnir á svipaðar slóðir varðandi þessar kerfisumbætur.“Ertu vongóður um að þessi ríkisstjórn verði mynduð? „Það er of snemmt að segja til um það en fólk væri ekki að halda áfram spjallinu nema það héldi í alvöru að það væri einhver meining með því,“ segir Benedikt Jóhanneson formaður Viðreisnar. Uppfært: 19:24 Flokkarnir fimm hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um gang viðræðanna. Þar segir að næsti fundur flokkanna verði fyrir hádegi á morgun. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðnaFöstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, fyrir hönd Pírata, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Með vísan til fyrri yfirlýsingar var strax leitast eftir að ná samstöðu um að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum við Bjarta framtíð, Viðreisn, Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Samfylkinguna.Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megináherslur flokkanna. Þessar viðræður hafa gengið vel og hafa fulltrúar flokkanna nálgast hvern annan í veigamiklum málum.Við höfum aðallega einbeitt okkur að tekju og útgjaldaliðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjárlögum ásamt ýmsum forsendum fjárlaga til að geta forgangsraðað í samræmi við veruleika framlagðra fjárlaga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helgina á óformlegan hátt og er næsti fundur fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.Við munum upplýsa um niðurstöður þeirra funda með sameiginlegri yfirlýsingu þegar tilefni er til.Benedikt Jóhannesson, Birgitta Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Logi Einarsson og Óttarr Proppé.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira