
Stjórnvöld Víetnam hafa að undanförnu verið að víggirt nokkrar af eyjum sínum á svæðinu og komið fyrir langdrægum eldflaugum. Þar að auki standa nú yfir framkvæmdir á einni eyju þar sem verið er að byggja flugbraut.
Kínverjar hafa gert hið sama á fjölmörgum eyjum og rifum. Þar á meðal í Spratly eyjaklasanum. Sjóher Kína réðst gegn sjóher Víetnam þar árið 1988 og tók nokkrar eyjur og rif. 64 víetnamskir hermenn létu lífið.