Jól

Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að sjá konungsfjölskylduna svona til fara.
Ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að sjá konungsfjölskylduna svona til fara. Mynd/Madame Tussauds
Styttur Madame Tussauds vaxsafnsins af bresku konungsfjölskyldunni skarta nú jólapeysum.

Konungsfjölskyldan gaf sérstakt leyfi fyrir gjörningnum og er hann til að vekja athygli á degi jólapeysunnar þann 16. desember.

Hertogahjónin af Cambridge, þau Catherine og William, eru meira að segja í tveggja manna peysu.

Ekki nóg með að drottningin, Filipp prins, krónprinsinn, Harry, William og Kate séu klædd í skemmtilega hallærislegar peysur, heldur eru hundar drottningarinnar einnig í fullum skrúða.






×