Jól

Jóla­daga­tal Hurða­skellis og Skjóðu - 8. desember

Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. 

Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt.

Skjóða fær símtal og er beðin um að stjórna jólaballi í dag svo hún getur því miður ekki föndrað með okkur. En örvæntið ekki, Hurðaskellir er fullfær um að sjá um þáttinn einn. Í dag ætlar hann að kenna okkur að búa til litlar jólahúfur. Það eina sem þið þurfið að eiga er tóm klósettpappírsrúlla, smá garn og skæri.

Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.


Tengdar fréttir






×