Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 20:58 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“ Alþingi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“
Alþingi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira