Ríkið enn stórskuldugt þrátt fyrir stórbætta stöðu ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 20:24 Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“ Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þrátt fyrir betri tíð og stórbætta stöðu ríkissjóðs er ríkið ennþá stórskuldugt og greiðir himinháar fjárhæðir í skuldir á hverju ári. Fjármálaráðherra segir að skuldirnar muni hins vegar lækka hratt á næstu örfáu árum og þar með eykst geta stjórnvalda til að ráðast í nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir fjárlagafrumvarpi við all óvenjulegar aðstæður, en enginn eiginlegur meirihluti er á bakvið fjárlagafrumvarpið. Þetta er aðeins í fjórða skiptið frá árinu 1945 sem starfstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp. Gert er ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs og er það í samræmi við ný lög um opinber fjármál og fjármálaáætlun sem samþykkt voru á þessu ári. Í yfirlitsræðu sinni rakti Bjarni hvernig staða ríkisstjórn hefði farið stöðugt batnandi undanfarin ár. Samanlagður afgangur síðustu þriggja ára væri 96 milljarðar króna. 380 milljarða stöðugleikaframlag er ekki þar meðtalið en það fer allt samkvæmt lögum til greiðslu skulda ríkissjóðs. Miklar skuldir ríkissjóðs og þar með vaxtagreiðslur, skyggðu á annars góða stöðu. „Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs lækki um nærri 200 milljarða á yfirstandandi ári og þær nemi 1140 milljörðum króna samanborið við 1339 milljarða króna í lok ársins 2015,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Skuldirnar muni halda áfram að lækka vegna betri afkomu og stöðugleikaframlaganna en varfærin áætlun gerði ráð fyrir að skuldirnar verði komnar niður fyrir 1000 milljarða fyrir árslok á næsta ári. „Það felur í sér að hlutfall heildarskulda ríkissins lækki úr um 60% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2015 í 39% í árslok 2017.“ Þær verði síðan komnar í 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021 en Bjarni segir lækkun skulda lykilinn að því að hægt verði að auka verulegar í uppbyggingu innviða en þegar hafi verið ákveðið. Enda hafi vaxtagjöld verið 79 milljarðar í fyrra en verði komin í 69 milljarða á næsta ári. „Á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og jafnvægis í ríkisfjármálunum verði áfram hægt að sækja fram til bættra lífskjara og frekari styrkingar velferðarsamfélagsins í þágu allra landsmanna.“
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent