Borgum yfir meðaltali með hverjum nema en árangur undir meðaltali Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2016 20:00 Ísland borgar yfir meðaltali með hverju grunnskólabarni. MYND/Sigurjón Árangur íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í náttúrufræði, stærðfræði og lestri samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar og er langt undir OECD meðaltali. Kennarasambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær þar sem segir að menntakerfið á Íslandi hafi liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu. En spurningin er hvort fjárskortur sé rót vandans. Samkvæmt nýjustu rannsókn OECD á hve mikið lönd borga með hverjum grunnskólanema, er Ísland í níunda sæti og yfir OECD meðaltali. Þarna er Ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð, Bretland, Austurríki og Bandaríkin en Ísland er þó talsvert lægra á lista en þessi lönd þegar kemur að árangri í Pisa-könnuninni eða í 39. sæti. Jóhanna segir að bæta þurfi fjármagni í háskóla- og símenntun kennara.mynd/kristinn yngvarsson Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, segir niðurstöður PISA benda til að skólakerfið sé í lægð og efnahagskreppan hafi líklega haft sitt að segja. Fjárframlög séu mögulega nægileg til grunnskóla en þau séu of lág til efri stiga menntakerfisins. „Menntakerfið okkar hefur verið undirfjármagnað, til dæmis kennaramenntunin. Við erum að eyða miklu minna í menntun kennara nú en við höfum gert á undanförnum árum og það kemur niður á náminu. Við erum líka að eyða minna fé í símenntun kennara sem er gífurlega mikilvægur þáttur. Í okkar síbreytilega þjóðfélagi er það bara nauðsynlegt til að halda upp gæðaskólastarfi,” segir Jóhanna. En talandi um kennaramenntun. Eru lakari nemendur á Íslandi, af því að það eru lakari kennarar hér? „Nei, alls ekki. Það er stutt síðan fimm ára meistaranám kennara var tekið upp og við höfum útskrifað fáa kennara hingað til úr því námi. En þetta var mikið framfaraspor sem ég er viss um að muni skila sér í betra skólakerfi í framtíðinni,” svarar Jóhanna. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Árangur íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í náttúrufræði, stærðfræði og lestri samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar og er langt undir OECD meðaltali. Kennarasambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær þar sem segir að menntakerfið á Íslandi hafi liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu. En spurningin er hvort fjárskortur sé rót vandans. Samkvæmt nýjustu rannsókn OECD á hve mikið lönd borga með hverjum grunnskólanema, er Ísland í níunda sæti og yfir OECD meðaltali. Þarna er Ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð, Bretland, Austurríki og Bandaríkin en Ísland er þó talsvert lægra á lista en þessi lönd þegar kemur að árangri í Pisa-könnuninni eða í 39. sæti. Jóhanna segir að bæta þurfi fjármagni í háskóla- og símenntun kennara.mynd/kristinn yngvarsson Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, segir niðurstöður PISA benda til að skólakerfið sé í lægð og efnahagskreppan hafi líklega haft sitt að segja. Fjárframlög séu mögulega nægileg til grunnskóla en þau séu of lág til efri stiga menntakerfisins. „Menntakerfið okkar hefur verið undirfjármagnað, til dæmis kennaramenntunin. Við erum að eyða miklu minna í menntun kennara nú en við höfum gert á undanförnum árum og það kemur niður á náminu. Við erum líka að eyða minna fé í símenntun kennara sem er gífurlega mikilvægur þáttur. Í okkar síbreytilega þjóðfélagi er það bara nauðsynlegt til að halda upp gæðaskólastarfi,” segir Jóhanna. En talandi um kennaramenntun. Eru lakari nemendur á Íslandi, af því að það eru lakari kennarar hér? „Nei, alls ekki. Það er stutt síðan fimm ára meistaranám kennara var tekið upp og við höfum útskrifað fáa kennara hingað til úr því námi. En þetta var mikið framfaraspor sem ég er viss um að muni skila sér í betra skólakerfi í framtíðinni,” svarar Jóhanna.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30
Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00
Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15