Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2016 16:00 Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður. Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður.
Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00