Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2016 12:43 Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Vísir/GVA Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15