Sport

Tíu vinsælustu íþróttatíst ársins 2016: Leicester á toppnum og Zlatan með tvö á lista

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Claudio Ranieri tókst það ótrúlega.
Claudio Ranieri tókst það ótrúlega. vísir/getty
„Leicester City. Englandsmeistarar.“

Þessi fáu orð og mynd af enska meistarabikarnum í bláum litum Leicester er vinsælasta íþróttatístið á Twitter á árinu 2016 og er ólíklegt að það verði fellt af stalli.

Næstum 400.000 manns endurtístuðu þessu frá Leicester þegar það vann óvæntasta Englandsmeistaratitil sögunnar 2. maí á þessu ári. Það er fótboltavefurinn Goal.com sem tekur tístin saman.

Leicester varð sófameistari en leikmenn liðsins hittust heima hjá Jamie Vardy og fylgust með Chelsea eyðileggja titilvonir Tottenham. Myndband af fagnaðarlátum leikmanna Leicester á Twitter-síðu bakvarðarins austurríska Christian Fuchs er fjórða vinsælasta tíst árin með um 292.000 endurtíst.

Zlatan Ibrahimovic á nóg af aðdáendum en hann kemst tvisvar á topp tíu; bæði þegar hann kvaddi PSG með stæl og svo þegar hann boðaði komu sína á Old Trafford. „Ég kom sem kóngur en fer sem goðsögn,“ er setning sem verður lengi í minnum höfð.

Cristiano Ronaldo er í tíunda sætinu, Conor McGregor kemst á listann en andlát Muhammad Ali er í öðru sæti á undan komu Zlatans til United.

Hér að neðan má sjá tíu vinsælustu íþróttatíst ársins 2016:

10. Cristiano Ronaldo fagnar Evrópumeistaratitlinum: 9. Shaq á heimspekilegum nótum: 8. Zlatan kveður PSG: 7. Conor hættir (en samt ekki): 6. Kobe Bryant um síðasta leikinn á ferlinum: 5. Marshawn Lynch hættir í NFL: 4. Christian Fuchs fagnar heima hjá Jamie Vardy: 3. Zlatan boðar komu sína til Manchester United: 2. Andlát Muhammad Ali: 1. Leicester fagnar sigri í ensku úrvalsdeildinni:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×