Innlent

Björn íhugar framboð til formanns KSÍ

Benedikt Bóas skrifar
Björn Einarsson.
Björn Einarsson.
Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi KSÍ þann 11. febrúar. Töluvert hefur verið hringt í Björn að undanförnu og hann hvattur til að fara gegn Geir Þorsteinssyni sem hefur setið sem formaður síðan 2007. 

„Þetta eru þreifingar, ekki mjög djúpar pælingar og ég hef ekki tekið neina ákvörðun. En ímynd þessa glæsilega sambands þarf að vera önnur en hún er núna,“ segir Björn.

Björn segir að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst.

„Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag og það er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. 

Þetta eru þreifingar og samtöl þannig ég ætla að skoða og spá í þetta. Ég tel að ég hafi góða reynslu í þetta,“ segir Björn. 

Eins og fram hefur komið íhugar Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, sömuleiðis framboð.

Nánar verður rætt við Björn í Fréttablaðinu á morgun.  

 


Tengdar fréttir

Guðni íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ

Guðni Bergsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á næsta ársþingi Knattspyrnusambandsins í í febrúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×