Bann Blatter stendur að fullu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 00:00 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/AFP Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag. Blatter var dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir að borga Michael Platini, fyrrum forseta UEFA, 1,3 milljónir punda undir borðið eða 184 milljónir íslenskra króna. „Peningagjöfina“ fékk Platini í tengslum við FIFA-þingið 2011 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. BBC segir frá. Bæði Blatter og Platinu neituðu sök og áfrýjuðu báðir. Bannið þýddi þó að þeir hrökkluðust úr sínum störfum. Áfrýjun Platini gekk reyndar betur en í maí minnkaði Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn refsingu hans í fjögur ár. Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn leit svo á að millifærslan hafi verið óviðeigandi gjöf og ekki samkvæmt neinum samningum. Blatter og Platini héldu því fram að Blattar hafi verið að greiða Platini fyrir ráðgjafastörf í tengslum við HM 1998. FIFA setti þá félaga reyndar átta ára bann í fyrstu en eftir að áfrýjunarnefnd FIFA tók málið fyrir var það minnkað niður í fyrrnefnd sex ár. Sepp Blatter var forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann er nú orðið áttræður. Blatter missti tökin þegar FIFA-skandallinn felldi marga háttsetta menn innan sambandsins vorið 2015. Mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA komu fram í dagsljósið í kringum FIFA-þingið2015 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn. Hann lét á endanum undan pressunni, sagði af sér og boðaði til nýs þing þar sem Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA. Haustið eftir voru svissneskir saksóknarar farnir að rannsaka Blatter og áður en árið var liðið var FIFA bæði búið að setja hann í 90 daga tímabundið bann og svo dæma hann í fyrrnefnt átta ára bann frá fótbolta. FIFA Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag. Blatter var dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir að borga Michael Platini, fyrrum forseta UEFA, 1,3 milljónir punda undir borðið eða 184 milljónir íslenskra króna. „Peningagjöfina“ fékk Platini í tengslum við FIFA-þingið 2011 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. BBC segir frá. Bæði Blatter og Platinu neituðu sök og áfrýjuðu báðir. Bannið þýddi þó að þeir hrökkluðust úr sínum störfum. Áfrýjun Platini gekk reyndar betur en í maí minnkaði Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn refsingu hans í fjögur ár. Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn leit svo á að millifærslan hafi verið óviðeigandi gjöf og ekki samkvæmt neinum samningum. Blatter og Platini héldu því fram að Blattar hafi verið að greiða Platini fyrir ráðgjafastörf í tengslum við HM 1998. FIFA setti þá félaga reyndar átta ára bann í fyrstu en eftir að áfrýjunarnefnd FIFA tók málið fyrir var það minnkað niður í fyrrnefnd sex ár. Sepp Blatter var forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann er nú orðið áttræður. Blatter missti tökin þegar FIFA-skandallinn felldi marga háttsetta menn innan sambandsins vorið 2015. Mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA komu fram í dagsljósið í kringum FIFA-þingið2015 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn. Hann lét á endanum undan pressunni, sagði af sér og boðaði til nýs þing þar sem Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA. Haustið eftir voru svissneskir saksóknarar farnir að rannsaka Blatter og áður en árið var liðið var FIFA bæði búið að setja hann í 90 daga tímabundið bann og svo dæma hann í fyrrnefnt átta ára bann frá fótbolta.
FIFA Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira