Jól

Jóla­daga­tal Hurða­skellis og Skjóðu - 3. desember

Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. 

Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt.

Í dag, þriðja desember, heimsækir Skjóða Hurðaskelli bróður sinn í IKEA en þar er einhver þeirra bræðra allar helgar fram að jólum í myndatöku.

Systkinin fara síðan heim og föndra snjókorn. Þið þurfið ekki að nota neitt nema hvítt blað og skæri í þetta föndur. Einfalt og þægilegt.

Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.


Tengdar fréttir






×