Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór á kostum í dag eins og dagana á undan og tryggði sæti sitt á mótaröðinni með glans. Hún hafnaði í öðru sæti einu höggi á eftir Jay Marie Green frá Bandaríkjunum.
Golfunnendur og aðrir höfðu engin tök á að fylgjast með útsendingu frá mótinu þar sem ekki er sýnt frá því. Móðir Ólafíu Þórunnar og Golfsamband Íslands hafa hins vegar hjálpast að við að miðla upplýsingum jafnóðum á Twitter-síðu sambandsins sem margir hafa fylgst með.
Íslendingar eru í skýjunum með afrek Ólafíu Þórunnar sem er það stærsta sem íslenskur kylfingur hefur náð. Ekki verður valið á Íþróttamanni ársins auðveldara en mörg afrek unnist á árinu og nægir að nefna frammistöðu sunddrottninga okkar og strákanna okkar í karlalandsliðinu í fótbolta sem dæmi.
Að neðan má sjá valin tíst frá fagnandi landsmönnum í dag og kvöld.
Ólafía Þórunn er svo ótrúlega hæfileikarík!
— Guðni F. Oddsson (@gudnifridrik) December 4, 2016
Ólafía Þórunn Kristindóttir take a bow!
— Hörður Óskarsson (@hoddioskars) December 4, 2016
Þá er það staðfest. Íþróttamaður ársins ætti að vera kona að nafni Ólafía Þórunn! Þvílíkur árangur! Til hamingju @olafiakri! #golf
— Brynjar Þór Bergsson (@binnithor) December 4, 2016
Ólafía Þórunn er svo mögnuð að maður er orðlaus. Þetta svo hrikalega mikið afrek sem hún er að vinna. Stórkostlegt. Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 4, 2016
Ólafía Þórunn geggjuð
— Kristjana Arnarsd. (@kristjanaarnars) December 4, 2016
Ólafía Þórunn stefnir á að flækja málin all verulega fyrir valið á Íþróttamanni ársins.
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) December 4, 2016
Íþróttamaður ársins 2016 er klár, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ekki spurning.
— Pall Benediktsson (@pallibene) December 4, 2016
Geggjað, sama ár og Ísland komst á EM í fóbó eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir líklegastar sem Íþr.maður ársins!
— Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) December 4, 2016
Vá, geggjuð!!! #ólafíaþórunn #olafiathorunn #golf #LPGAQTournament https://t.co/sQL2epQ0rW
— Eva Björk (@EvaBjork7) December 4, 2016
Íþróttamaður ársins 2016 er kjörin #Ólafía
— Stefan Dagsson (@stefan_dagsson) December 4, 2016
Ólafía hvar er Vigga? Þvílík frammistaða.
— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) December 4, 2016
Go Ólafia, LPGA just around the corner....WELL DONE https://t.co/WdzbuFyQED
— Hrafnkell Tulinius (@HrafnkellTul) December 4, 2016
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir #LPGAQTournament #lpga
— Einar Gunnlaugsson (@EinarGunnlaugs) December 4, 2016
Það verður lítil spenna í vali á íþróttamanni ársins þetta árið. #Ólafía
— Þ. Freyr Friðriksson (@Freyzer_) December 4, 2016